Leita í fréttum mbl.is

Áhrif hvalveiða á þorskveiði - Einar Kristinn á villigötum

Ég er fylgjandi hvalveiðum en ég efast stórlega um að veiðar á langreyði skipti nokkru einasta máli fyrir mögulegan þorskafla á Íslandsmiðum eins og Einar Kristinn Guðfinnsson hefur gefið í skyn. 

Ef menn trúa því að hvalastofnar hafi áhrif þá ætti að einbeita sér að því að drepa tannhvali og hrefnu sem éta fiska. Hitt er svo annað mál að umræða um fiskveiðistjórn og hvalveiðar byggist oft á tíðum á miklum ályktunum út frá veikum grunni. 

Það er ekki fyrsta sinn sem það er gert og minnir mig að Bjarni Sæmundsson hafi minnst á það í bók sinni um fiskifræði að sjómenn hafi talið að með auknu drápi á hvölum hafi fiskgengd minnkað þar sem hvalurinn hrakti fiskinn nær landi þar sem íslenskir sjómenn á opnum róðrarbátum gátu fangað þá. 

Það sem mér finnst áhugavert við þessa umfjöllun um að hvalurinn sé að éta frá okkur allan afla er að í öllum þessum stærðfræðiæfingum er ljóst að áhrif veiða mannsins á fiskistofna eru ofmetin.

Í útreikningum gef ég mér hve mikill hluti af æti hrefnunnar er fiskur en í rannsókn sem fram fór í sumar fyrir norðan land kom í ljós að fiskur var 57% af fæðu hrefnu en ef sú er raunin er hrefnan við Ísland að éta milljónir tonna af fiski árlega. 

Það kemur í ljós að ef orkuþörf sjófugla og spendýra hafsins er reiknuð út er hún einhverjum tugum meiri en afli sjómanna en samt sem áður eru spendýrin, og maðurinn meðtalinn, aukaleikarar í því orkuflæði sem fer fram í höfunum þar sem fiskarnir sem eru stærsti lífmassinn hljóta að spila aðalhlutverkið.

Það er stórfurðulegt með þessa vitneskju að verða vitni að því að það sé verið að telja upp úr trillunum hvern og einn fisk og halda að veiðin ráði úrslitum um stærð fiskistofna.

Hver sér það ekki orðið að kvótakerfið er með sínu frjálsa framsali allsherjarvitleysa sem má ekki dragast að fara að vinda ofan af?


mbl.is Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já gott innlegg Sigurjón.  Sammála þér með þessa talningu á fiski upp úr trillum.  Það er í besta falli barnaskapur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er hægt að taka undir hvert orð hjá þér þarna Sigurjón og í raun varla hægt að segja þetta betur í svo fáum orðum. til hamingju með þetta tilskrif.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.3.2007 kl. 11:30

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Að sjálfsögðu á að veiða hvalinn, hvernig ætli skiptingin sé í þessari könnun? gaman væri að vita hve mikill hluti væri af landsbyggðinni.

Sigfús Sigurþórsson., 22.3.2007 kl. 19:59

4 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Hvað með fréttir þess efnis að það sé svo mikill þorskur í sjónum að það horfir til vandræða? Hvað með góða loðnuvertíð? Þetta eru atriði sem sjómenn hafa verið að tala um, þrátt fyrir að hvalastofnar þeir sem taldir eru mestu þorsk-og loðnuætur hafi ekki hrunið, eða minnkað, svo menn viti.

Guðmundur Örn Jónsson, 24.3.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband