Leita í fréttum mbl.is

Ekkert gengur þrátt fyrir að farið sé nákvæmlega eftir ráðgjöfinni

"Fréttaskýringin" leitast ekki við að svara þeirri spurningu hvers vegna í ósköpunum það sé léleg nýliðun í ýsunni þrátt fyrir að það hafi verið farið nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró síðustu árin.  Það eitt ætti að segja gagnrýnum blaðamanni að það sé eitthvað brogað við ráðgjöfina. 

Þorskurinn

Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu árabil að veiða minna af þorski til að getað veitt meira seinna. Málið er bara að eins og í leikriti fáránleikans, þá kemur þetta seinna aldrei.

Fyrst fór að kveða verulega að þessari gríðarlegu niðurskurðarstefnu á tíunda áratugnum og fara í einu og öllu eftir reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf. Í fyrstu þá sjá ráðamenn einhvern árangur af stefnunni þó svo að þorskaflinn hafi vissulega verið mjög lítill miðað við það sem áður var, en svo kom áfallið eins og vænta mátti. Hér er viðtal við Kristján Ragnarsson fyrrum formaður LÍÚ og Jóhann Sigurjónsson frá árinu 2001 þegar það var ljóst að það yrði einhver bið á þessu seinna. Í viðtalinu greinir forstjóri Hafró frá því að vænta megi þess að það taki nokkur ár að "rétta úr kútnum" ef rétt er á spilum haldið.

Farið var síðan á næstu árum nokkuð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró og var talið að þetta seinna væri rétt handan við hornið en það lét bíða eftir sér. Til þess að flýta fyrir því að þetta seinna kæmi þá breytti Einark K. Guðfinnsson aflareglunni og skar aflann niður í 130 þúsund tonn og átti það að leiða til enn hraðari uppbyggingar þannig að þetta seinna yrði rétt innan seilingar.

Núna segir forstjóri Hafró í viðtali að von sé einhverri aukningu árið 2016 eða 250 þúsund tonn af þorski en það er minni þorskafli en árið 1922.

Það er vægast sagt meira en lítið undarlegt að engri gagnrýnni umræðu er hleypt að í stærri fjölmiðlum fiskveiðiþjóðarinnar stjórn fiskveiða, ef frá er talin ágæt umræða á Útvarpi Sögu.


mbl.is Ýsustofninn gæti náð sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband