Leita í fréttum mbl.is

ESB, ICESAVE og MAKRÍLL

Stjórnarliðar hafa undanfarna daga blásið það út að það verði að semja um veiðar á makríl við ESB og það ekki seinna en í haust.

Rökin sem stjórnarliðar hafa gefið upp sem ástæðu, er að um takmarkaða auðlind sé að ræða sem hætt er við að verði eyðilögð ef ekki verði gripið í taumana.  Umræddar röksemdir stjórnarliða s.s. Árna Þórs Sigurðssonar ganga engan vegin upp, þar sem að fiskveiðiauðlindin er ekki takmörkuð heldur endurnýjanleg auðlind.  Mælingar á hrygningarstofni makrílsins eru vægast sagt mjög ónákvæmar og byggja þær á mælingum á eggjum makrílsins í svifi, sem fram fara á á þriggja ára fresti á risastóru hafsvæði.  Makrílstofninn er talinn hafa stækkað gríðarlega á því tímabili sem veitt hefur verið rækilega umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins.  Það eitt ætti að kasta rýrð á ráðgjöfina og forsendur hennar og nauðsyn þess að fara í einu og öllu eftir henni. Fleiri fullyrðingar í grein Árna Þórs Sigurðssonar ganga ekki upp s.s. um að kolmunninn hafi verið leikinn grátt af óheftri veiði en það fór fyrst að halla undan fæti í mældri stofnstærð einmitt þegar samningar voru gerðir um veiðarnar.

Ástæðan fyrir skyndilegum samningsvilja ríkisstjórnarinnar í makrílmálinu gegn ósanngjörnum kröfum ESB um stjórn veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu er augljóslega að málið er þröskuldur í samningaviðræðum Íslands um inngöngu í sambandið. 

Þjóðin er minnug þess þegar samningamenn ríkisstjórnarinnar beygðu sig í duftið í Icesave-málinu vegna þrýstings ESB - Sama virðist því miður upp á teningnum nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við þessu er bara eitt svar http://utanthingsstjorn.is/ Koma so.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2012 kl. 11:56

2 Smámynd: Björn Emilsson

Tek undir það og hef skrifað mig inn

Björn Emilsson, 15.7.2012 kl. 13:27

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er hræddur um að Gunnarsstaða Móri ætli sér að gefa alla hagsmuni okkar í makríldeilunni eftir, fyrir aðild að ESB.  Verði þetta rauninVERÐUR AÐ SETJA ÞANN SAMNING Í ÞJÓÐARATKVÆÐI OG ALLA RÍKISSTJÓRNINA FYRIR LANDSDÓM................

Jóhann Elíasson, 15.7.2012 kl. 15:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var nú einmitt þetta sem hvatti Ólaf Ragnar til að gefa kost á sér eina ferðina enn.  Hann vildi vera viðbúin því að leggja málin í hendur þjóðarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2012 kl. 17:06

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árni var sendur í eins árs dvalar í Brussel og hefur ekki verið samur maður síðan. Ég veit ekki hvot þeir skiptu um forrit í honum en allavega tók hann þátt í að eyðileggja sparisjóðakerfið og græddi 50 milljónir í sinn hlut.

Sigurður Þórðarson, 15.7.2012 kl. 18:22

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Írar hafa nú blásið til sóknar í viðleytni sinni til að stjórna veiðum á íslensku hafsvæði.

Ef bréf Írana er lesið sést að þeir vísar í gögn úr rannsóknarleiðangri Árna Friðrikssonar er hann var að stunda árlegar mælingar á kolmunna og norsk-íslenska síldarstofninum fyrir vestan, sunnan og austan land frá apríl til endaðan maí í ár.

Úrdráttur úr leiðangri sem Írar vísa í:

"Einungis fékkst makríll í einu togi í leiðangrinum eða um 50 sjómílur suðaustur af Hvalbaki. Makríll er jafnan lítið genginn inn á Íslandsmið á þessum árstíma og því koma þessar niðurstöður ekki á óvart.
Í fyrri hluta leiðangursins var vart við að yfirborðshlýnun hafði átt sér stað. Hins vegar skall á óveður um miðbik leiðangursins og eftir það var auðséð að hlýr yfirborðssjórinn hafði blandast sjó úr dýpri lögum og/eða hlýnunin verið komin skammt á veg norðar. Frekari úrvinnsla á gögnum úr leiðangrinum mun fara fram á næstu mánuðum." Það vita það flestir að kuldaskil sem eru undir 7-8° eru farartálmi makrílls og hagar hann sínum fæðugöngum að miklu leyti eftir þeim ásamt fæðuframboði.

Írar eru í forsvari fyrir Norðmenn og aðrar ESB þjóðir um að búa til storm í vatnsglasi til að auðvelda kjöldrátt Steingrím J og Árna Þórs.

Það er þegar búið að semja um uppgjöf Íslendinga í makrílmálinu og nú ætla Írar, Norðmenn og ESB að reka flóttann með því að skammta Íslendingum sama sem ekkert úr makrílstofninum með því að draga "tilboð" sitt um 7,5% aflahlutdeild til BAKA. Á sama tíma krefst ESB þess að fá tæp 7% af Norsk-íslenska síldarstofninum í sinn hlut þótt hann komi aldrei í ESB sjó.

Baráttan um auðlindir Íslands eru í fullum gangi og það eru bara lyddur í brúnni!

Könnun á útbreiðslu kolmunna og norsk-íslenskrar síldar 2010

Könnun á útbreiðslu kolmunna og norsk-íslenskrar síldar 2011

15 Júlí 2012 er veiðin á makríl orðin tæp 33.000tonn

Eggert Sigurbergsson, 16.7.2012 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband