Leita í fréttum mbl.is

Jóhönnu var illa við skötuselinn

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir á lokaspretti sem forsætisráðherra og virðist hún nýta hann til þess að ætla að festa í sessi og njörva niður ónýtt kvótakerfi í sjávarútvegi sem brýtur í bága álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Á meðan Jón Bjarnason var í sjávarútvegsráðuneytinu voru stigin örfá og stutt skref í þá átt að færa kerfið í átt að jafnræðis. Eitt af þessum málum var að ríkið leigði skötuselskvótann beint, í stað þess að fiskurinn færi sjálfkrafa til nokkurra aðila endurgjaldslaust sem leigðu hann áfram dýrum dómum.  Umræddir handhafar kvótans eru nær allir útgerðarmenn við suðurströndina, þar sem að skötuselurinn veiddist eingöngu, þegar fiskurinn var settur inn í kvótakerfið.  Með hlýnandi sjó fór fiskurinn að ganga í meira mæli vestur og norður fyrir landið og urðu sjómenn þá fyrir vestan og norðan sjálfkrafa leiguliðar nokkurra útgerða á Suðurlandi.

Á bak við tjöldin gekk Jóhanna Sigurðardóttir í lið með LÍÚ í og barðist á móti skötuselsmálinu en opinberlega þá skreytti hún sig með því enda var allur þorri almennings mjög fylgjandi að jafnræði ríkti og fá rök fyrir sérgæsku Fjórflokksins við sérhagsmuni fárra.

Með frumvarpinu og viðsnúningi í skötuselsfrumvarpinu er Jóhanna Sigurðardóttir að sýna þjóðinni sitt rétta andlit.   

 


mbl.is Ákvæði um skötusel fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurjón; æfinlega !

Ég hygg; að þessum kerlingar bjálfa sé verst við flest það, sem til bjargráða landsmanna hefir verið; aldirnar um kring - til lands og sjávar, svo sem.

Okkur; strákunum og stelpunum, niður í Hraðfrystihúsi Stokks eyrar, Sumarið 1979, þókti Skötuselurinn neitt sérlega andlits fríður svo sem, en það voru mín fyrstu kynni, af þeirri mætu fisktegund, reyndar.

Það kann ekki; góðri lukku að stýra, að hafa einhver flón suður í Reykjavík, sem ekkert þekkja til lífshátta landsmanna, í forsvari, eins og á daginn er komið - og ekki bætir Þistilfirzka afmánin, þar um, á nokkurn hátt, heldur.

Með; beztu kveðjum í Skagafjörð - úr Árnesþingi, að vanda / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 21:25

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Sigurjón. Það er ekki gott að lenda í gininu á skötuselnum. Hann sleppir ekki ef hann nær taki, ef ég man rétt.

Eins er það með útsendara ESB í íslensku stjórnmálaelítunni. Sú elíta sleppir ekki eftir að hún nær kverkataki á blekktri og rændri þjóð. Þannig vinnur ESB-elítan út um alla Evrópu. Ég finn til með þeim þjóðum sem hafa lent í þessu ESB-elítu-gini.

Það er ekki von að svona spillingar-liði líki við Jón Bjarnason og lýðræðið.

Það er óskiljanlegt að einhverjum detti í hug að kíkja í ESB-pokann (gin úlfsins). Það er brandari aldarinnar hjá menntuðu og "upplýstu" stjórnsýsluliði, að láta sér detta í hug að eitthvað gott leynist í því gini.

Það geta allir gleymt öllu sem kallast fiskveiði-réttindi og lýðræði eftir að hafa lent í þeirri bankaræningja-spillingarhít. Við yrðum sektuð fyrir að veiða hornsíli og marhnút á bryggjunni, ef við værum endanlega komin í ESB-ginið.

Í dag erum við þó "bara" sektuð fyrir að hafa látið bankana ræna okkur. Lengi getur vont versnað fyrir þá verst stöddu. Það er ekki von á neinu góðu frá ESB-elítunni, hvorki á sjó eða landi. Það sýna staðreyndir út um alla Evrópu, sem þaggaðar eru niður af ESB-fjölmiðlaelítunni á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 08:42

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Til að létta lundina bendi ég fólki á You-tube: klúður á alþingi og Pétur H. Blöndal í hláturskasti á alþingi.

Það er hollt að hlægja

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband