Leita í fréttum mbl.is

Þögn þingmanna Norðausturkjördæmis um gíslatöku Samherja á Dalvík

Mér finnst þögn innanríkisráðherra og þingmanna Norðausturkjördæmisins um gíslatöku Samherja á Dalvík æpandi. Ógeðfelldar viðskiptaþvinganir Samherja gagnvart íslenskum stjórnvöldum ættu að kalla á hörð viðbrögð kjörinna fulltrúa almennings. Sérstaklega ættu þingmenn í Norðausturkjördæminu að beita sér, þar sem fyrirtækið hefur reitt sérstaklega til höggs á Dalvík.

Það eina sem hefur frést af þingmönnunum er að Björn Valur gerði fremur lítið úr tvöfaldri verðlagningu Samherja og svindli á gjaldeyrislögum, í grein sinni "bakara fyrir smið.."

Þögn þingmannanna sem vanir eru að nota hvert tækifæri sem gefst til að láta á sér bera, segir meira en flest um hvaða hagsmuni þeir setja í forgang og hvern þeir vilja alls ekki styggja.  Greinilegt er að hagsmunir þjóðarinnar og fiskvinnslufólksins á Dalvík eru þar mjög neðarlega á blaði þingmannanna.  


mbl.is Krefjast þess að fá að sjá gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ER ekki nær að segja að Seðlabankinn og RUV hafi tekið Dalvík í gíslingu.

Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 15:52

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta Samherjamál ætti að minna fólka á það sem var gerast í sjávarútvegsmálum íslendinga á árunum 1935 - 1938 þegar hatursmenn sjávarútvegs á Íslandi, Alþýðuflokkurinn, sat í ríkisstjórn Íslands.Þá krafðist Alþýðuflokkurinn þess, að stærsta útgerðarfélag Íslands, Kveldúlfur yrði þjóðnýtt.Sem betur fer var þá til maður sem hafði áhrif í stjórnmálum á Íslandi sem hafnaði þessu.Sá hét Jónas Jónsson, kenndur við Hriflu.Enginn hefur síðan efast um sú ákvörðun var rétt.Stundum er sagt að sagan endurtaki sig.

Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 19:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Á þeim tíma var þorskaflinn á Íslandsmiðum mun meiri en nú og þar að auki var frelsi til veiða sem ekki er nú. Það er enginn að taka eitt né neitt af Samherja heldur að koma í veg fyrir að þeir svindli.

Sigurjón Þórðarson, 4.4.2012 kl. 21:44

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Í tilefni umræðunnar er rétt að rifja upp grein sem ég skrifaði fyrir þremur árum um starfssemi Samherja í Evrópu.

Jón Kristjánsson, 4.4.2012 kl. 22:16

5 identicon

Sæll Jón Kristjánsson.

Það var búið að loka aths hjá þér svo vonandi lestu þetta.

Ég las grein þína um Samherja og vil bara þakka þér hana. Það er gaman að sjá þessa samantekt um einstakt framtak, dugnað og kjark og að mínu viti að öllu leyti til fyrirmyndar.

Umræðan undirfarið um málefni Samherja hefur því miður ekki verið sanngjörn og hver hælbíturinn öðrum á fætur stigið fram.

T.d, er Kastljós út á túni með sína karfafrétt ef menn vilja horfa á staðreyndir.

Með góðri kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband