Leita í fréttum mbl.is

Vill Jóhannna Sigurðardóttir láta gott af sér leiða?

Á fundi í Grasrótarmiðstöðinni mun ég fjalla um ný frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða. Með þeim er verið að festa í sessi óréttlátt kerfi sem hefur reynst afar illa. Kerfið sem "Norræna Velferðarstjórnin" vill festa í sessi kemur beint úr hugmyndasmiðju útópískri hagfræðistefnu nýfrjálshyggjunnar.

Það er búið að reyna kerfið síðustu áratugina og er niðurstaðan einfaldlega hræðileg og eru afleiðingarnar m.a.:  minni afli, aukinn eftirlitskostnaður, skuldsetning og svindl.

Í stað þess að vera að böðlast með alvond frumvörp í gegnum þingið sem margir stjórnarþingmenn hafa miklar efasemdir um, þá gæti hún auðveldlega komið með einfaldar breytingar á stjórn fiskveiða sem efldu strax hag þjóðarinnar.

Í fyrsta lagi að fiskur fari uppboðsmarkað en það myndi strax hækka tekjur sjómanna og hafna og leiða til aukinna skatttekna ríkisins.  Skilvirk og sanngjörn verðlagning á fiski yrði örugglega til þess að taka fyrir svindlið á gjaldeyrishöftunum sem Samherji er augljóslega að stunda. Með þessari aðferð er ekki hægt að segja að það sé verið að taka eitt né neitt af neinum heldu fá allir útgerðarmenn hæsta verð á hverjum tíma.

Í öðru lagi þá gæti ríkisstjórnin gefið handfæraveiðar alfrjálsar í sumar en það myndi örugglega lyfta brúninni á mörgum í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið.  Útilokað er að ætla að mögulegt sé að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með nokkrum krókum.

Í þriðja lagi þá þarf að fara yfir núverandi ráðgjöf og auka aflaheimildir og nota aukninguna til þess að vinda ofan af núnverandi kerfi.

Fundurinn í Grasrótarmiðstöðinni hefst kl: 13 þann 31. mars. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf haft skynsemina með í för í sjávarútvegsmálum.  Það er komin tími til að menn fari á hlusta á þá rödd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 12:12

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sigurjón..það kemst engin skynsemi inn í hausin á Jóhönnu Sigurðard og Steingrími j með stjórnun á stjórn Fiskveiða.þó ég sé hægri maður þá get ég ekki sætt mig við að menn eigi kvótann en engin Skip og flatmaga alt árið úti á Kanrí eða eru Gisthúsaeigendur,og brarka með óveiddan Fisk.Eins og þetta er í dag er stunduð Glæpastarfsemi með Fiskinn.þetta Nýja kvótafrumvarp er ekki til þess fallið að menn hætti glæpabraski með Kvótann..

Vilhjálmur Stefánsson, 31.3.2012 kl. 15:28

3 identicon

Samkvæmt þessu nýja kvótafruvarpi, á að hætta að úthluta skötusel gegn gjaldi til ríkissjóðs.

Gaman væri að vita hverjir fái þennan skötusel.

Hverjir eru þessir útvöldu.Auðvitað á að setja allan skötuselinn á uppboðmarkað.Er fleira í þessu frumvarpi þar sem verið er að fela hlutina fyrir landsmönnum, hvernig á nýliðun í makríl loðnu og síld að fara fram.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 18:00

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Frumvarpið afhjúpar "Norrænu Velferðarstjórnina".

Sigurjón Þórðarson, 31.3.2012 kl. 18:21

5 identicon

Fyrsta hreina vinstri stjórnin festir kerfið í sessi og Birgitta snýr sér að verðugri verkefnum - Obama. Væri Ísland úr Nato ekki viðráðanlegra verkefni? Þeir eru fleiri sem hafa afhjúpað sig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 11:36

6 identicon

Gaman væri að vita hvort Jóhanna er tilbúin að láta gott af sér leiða?

Samkvæmt nýja kvótafrumvarpinu ætlar Jóhanna og Steingrímur, að hætta við að úthluta 2000 tonnum af skötusel, gegn gjaldi, og afhenda þessi 2000 tonn til þeirra sem eru með skötuselskvóta endurgjaldslaust.

Gaman væri að vita hvort Jóhanna væri til í að halda áfram gjaldtöku af þessum 2000 tonnum af skötusel, sem gefur ca. 176 kr/kg alls ca. 350 miljónir,

og eyrnamerkja þessa fjármuni tannviðgerðum barna, og fjölskylduhjálpinni, til matarkaupa fyrir þá sem þurfa að þiggja mataraðstoð, á tímum "Norrænu Velferðarstjórnarinnar"

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 14:31

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Halldór - þetta frumvarp er hræðilegt en á Jóni Bjarna er að skija að Jóhanna og Steingrímur hafi verið mjög í nöp við skötuselslögin og það sannast rækilega í hér.

Sigurjón Þórðarson, 1.4.2012 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband