Leita í fréttum mbl.is

Stefnir í að örlög Ögmundar Jónassonar og Guðna Ágústssonar verði þau sömu

Guðni Ágústsson var vanur að vera ákaflega valtur í stuðningi sínum við sinn leiðtoga, hvort sem það var stuðningur við siðlaust kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar eða Íraksstríðið.

Alltaf þegar á reyndi, þá studdi Guðni sinn formann og fékk í staðinn að dingla eitthvað sem ráðherra og stjórna þorrablótum.

Nú virðist sem að Ögmundur Jónasson mannréttindaráðherra sé að lenda í sömu brjóstumkennanlegu stöðu og Guðni.

Ögmundur hefur andæft í flestum vondum málum sem ríkisstjórnin hefur ráðist í, hvort sem það hefur verið; AGS, Icesave eða þá að festa mannréttindabrot kvótakerfisins í sessi.

Alltaf þegar atkvæði Ögmundar hefur skipt sköpum, þá hefur Ögmundur hins vegar staðið með sínum foringja.

Nú stefnir í að sjálfur mannréttindaráðherrann ætli að festa mannréttindabrot kvótakerfisins í sessi og það næstu áratugina!

Ef að líkum lætur þá fer Ögmundur í sögubækurnar á sömu blaðsíðu Guðni sem gagnlegur samverkamaður misviturs leiðtoga, sem kom þjóð sinni illa.

Verðlaun Ögmundar eru vissulega ekki eins skemmtileg og að fara á þorrablót heldur að steyta hnefann framan í vélhjólagengi á meðan hann réttir sumum þeim sem sannarlega komu þjóðinni í koll, sérstök réttindi fram yfir aðra landsmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

".........fékk í staðinn að dingla eitthvað sem ráðherra og stjórna þorrablótum."

Frábært Sigurjón. Þarna hittir þú sko á rétta tóninn. Á nefnilega við um svo marga hér á klakanum. Prinzip lausir vesalingar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 23:05

2 identicon

Eigi er fé fé nema loðið sé.

Forystusauður (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 07:59

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hver verða þín örlög Sigurjón??

Vilhjálmur Stefánsson, 25.3.2012 kl. 11:47

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það kemur í ljós en ég vona svo sannarlega að ég lendi ekki á blaðsíðunni með þeim Guðna og Ögmundi.

Sigurjón Þórðarson, 25.3.2012 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband