Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. vill einkavæða raforkukerfið

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gefið mjög misvísandi skilaboð um sölu Landsvirkjunar.  Engu líkara hefur verið en að ráðamenn hafi gefið út hinar ýmsu meldingar til þess að kanna jarðveginn og vita hversu langt er hægt að ganga i sölu á orkuauðlindum þjóðarinnar.  Með þessu ráðslagi eru þau Steingrímur J. og Jóhanna að fara eftir uppskrift og viljayfirlýsingu AGS og ríkisstjórnarinnar.

Fyrirhuguð sala á Landsvirkjun hefur fallið í mjög grýttan jarðveg og jafnvel þó svo að salan væri skilyrt við lífeyrissjóðina, en traustið á þeim er ekki mikið um þessar mundir.

Í kvöld birtist síðan Steingrímur J. á skjánum með nýja tillögu um að selja Landsnetið til lífeyrissjóðina.  Salan á Landsnetinu er galnari hugmynd en sala á Landsvirkjun þar sem dreifikerfið er i eðli sínu einokunarstarfsemi og nær útilokað er að koma á samkeppni á dreifingu raforku á meðan fræðilega séð, er hægt að koma á samkeppni á framleiðslu raforku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þjóðin selji einokunarfyrirtæki í dreyfingu á orku, er fullkomlega galið.

En það væri allt önnur Ella, ef lífeyrissjóðir stofnuðu félag, til að virkja meira í landinu,og færu í samkepni við Landsvirkjun, og skiluðu því til þjóðarinnar eftir 40-50 ár.

Haldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er forgangsverkefni að sameina lífeyrissjóðina og stokka þá upp. Ég er ekki sannfærður um að stjórnendum lífeyrissjóðanna sé best treystandi til þess að fara í virkjanir og sölu rafmagns.

Sigurjón Þórðarson, 15.1.2012 kl. 21:11

3 identicon

Sammála að það er fullkomnlega galið að selja dreifikerfið. Steingrímur greyið virðist algjörlega hafa mist fótanna í sinni vinstrimennsku, (hafi hún nokkur verið).   Nóg er nú samt að þurfa að búa við stökkbreytt lán svo að lífeyrissjóðirnir geti lagt óráðsíu sína á herðar skuldara. Ekki bætti úr að þurfa að redda þeim í framtíðinni með himinháum flutningsgjöldum á rafmagni.

Auðvitað á ríkið skilyrðislaust að sjá um dreifingu orkunnar og raunar líka sjónvarps/útvarps og síma.  Það ættu menn til vinstri og hægri í pólitík að geta sameinast um, þar sem einokun er/ætti að vera, eitur í beinum beggja!   En Steingrímur J. er náttúrulega á skjön við  þetta allt.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband