Leita í fréttum mbl.is

"Grasrót" Alþýðusambands Íslands fundar með forsetum

ASÍ hefur blásið til fundar snemma á þriðjudagsmorgni, þar sem spurt er hvort að það fylgi íslensku krónunni blessun eða bölvun.

Ræðumenn á bölvunar eða blessunarfundi ASÍ eru :  Gylfi Arnbjörnsson forseti, eldheitur baráttumaður fyrir verðtryggingunni. Arnór Sighvatsson, einn æðsti ráðamaður Seðlabankans bæði fyrir og eftir hrun. Friðrik Már Baldursson forseti, sá sem skrifaði kostaða skýrslu nokkrum mánuðum fyrir hrun, um mikinn styrk íslenska fjármálakerfisins.  Ragnar Árnason hirðhagfræðingur LÍÚ, sá sem mat stöðu íslenska þjóðarbúsins gríðarlega sterka skömmu fyrir hrun og lagði til í ljósi þess gífurlegan niðurskurð á aflaheimildum. 

Ekki veit ég hvert svarið verður við spurningunni sem varpað er fram á fundinum, en eitt er víst að ekki hefur fylgt ráðum ræðumanna mikil blessun fyrir almenna félagsmenn ASÍ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta hljómar virkilega lausnarmiðaður fundur eða þannig

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.1.2012 kl. 00:02

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, sko, ég ætla einmitt að fara á þennan fund á morgun. Voða spennt að heyra lausnirnar ...

Berglind Steinsdóttir, 10.1.2012 kl. 00:10

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég hallast helst að því að um tilgangslaust kjaftababl verði að ræða og niðurstaðann í samræmi við það...

Þeir virðast ekki hafa neitt með tímann að gera annað en að bulla.

Með kveðju til ykkar allra

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 10.1.2012 kl. 00:16

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Birrr þvílíkt kjaftæði sem borið er á borð við okkur manni verður flökurt af þessu öllu saman

Sigurður Haraldsson, 10.1.2012 kl. 00:19

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þvílíkt einvalalið ræðumanna.

Og fundarstjóri engin önnur en Þóra Arnórsdóttir!

Mikið er ég feginn að geta sofið út í fyrramálið.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2012 kl. 03:04

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki ónýtt fyrir ESBsamfylkinguna að hafa fréttamann úr sínum röðum sem fundarstjóra. Þessum fundi verður væntanlega gerð góð skil í fjölmiðlum og bullinu af fundinum verður örugglega gerð góð skil!

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2012 kl. 08:10

7 identicon

Ef Jóhanna og Steingrímur hækka álögur á áfengi, tóbak og bezin, að þá skuli höfuðstóll verðtryggðrar innistæðu í banka hækka,þetta er náttúrlega fullkomlega galið, því það hafa engin verðmæti orðið til. Og að sama skapi hækka allar skuldir heimilanna í landinu, að sama skapi.

Þetta er náttúrlega fullkomlega galið, og ekkert skrítið, að fjármál heimilanna í landinu sé gjaldþrota.

Og gaman væri að þessi fundur ASÍ svari því hvort þetta hafi eitthvað með krónuna að gera.

Haldór Guðm. (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:00

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er engin furða að lítið sem ekkert breytist á Íslandi.

Sigurjón Þórðarson, 10.1.2012 kl. 10:15

9 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Umræðuefnið er í anda fundarboðenda. Kannski komast þeir að niðurstöðu, hvort það er blessun eða bölvun sem fylgir krónunni.

Sigurður Ingólfsson, 10.1.2012 kl. 13:55

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þarna var komin saman "sérfræðingaelíta" fjórflokksins.

Sigurjón Þórðarson, 10.1.2012 kl. 14:10

11 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eina niðurstaðan varð sú að fjármálavandinn væri ekki krónunni að kenna, heldur lélegri hagstjórn til margra ára. Bjuggust þið við því?

Berglind Steinsdóttir, 10.1.2012 kl. 17:33

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mættirðu semsagt á þennan fund Berglind?

Ef þetta er eina niðurstaðan þá er það afar ánægjulegt því það er sannleikanum samkvæmt. Það er hægt að viðhafa lélega hagstjórn í hvaða gjaldmiðli sem er. Nóg er að líta vestur um haf eftir dæmum.

Gjaldmiðill er ekki osakavaldur heldur afleiðing ákvarðana.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2012 kl. 19:02

13 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég mætti en aðeins of seint og missti eiginlega af erindinu hans Gylfa. Arnór las af blaði og rak stundum í vörðurnar þannig að ég var ekki alveg viss um leiðina sem hann var á. Friðrik kom mér á óvart vegna þess að mér hafði skilist að honum hefði verið vikið úr stjórn Hafró vegna Evrópu- og evruáhuga (gæti verið misskilningur hjá mér) en honum fannst að minnsta kosti óþarfi að láta sér detta í hug að taka einhliða upp annan gjaldmiðil núna (og aldrei norsku krónuna). Ragnar var alveg skýr með það að hagstjórnin væri langtímavandinn, ekki gjaldmiðillinn.

Ég ætla ekki að halda því fram að þessir fjórir séu á einu máli um þetta en aðrar niðurstöður voru ekki skýrar - ef einhverjar. Ég hafði ekki tíma til að sitja undir umræðunum. Þær urðu ef til vill líflegar, nokkrir fóru strax á mælendaskrá.

Berglind Steinsdóttir, 11.1.2012 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband