Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll fær að spegla sig í Silfrinu

Í ráðherratíð sinni hefur Árni Páll Árnason verið eins konar talsmaður fjármálafyrirtækja og dregið taum þeirra á kostnað almennings.

Árni Páll hefur fylgt þeirri stefnu að gera ekki neitt í þágu lántakenda nema þá að hann hafi verið rekinn til þess af dómstólum landsins.  Þegar dómar hafa fallið lántakendum í vil, þá hefur Árni Páll verið snar í snúningum, að snúa út úr dómum með því að ákveða gríðarlega háa afturvirka vexti. Leyndin og spillingin grasserar í fjármálkerfinu. 110% leiðin - uppfinning Árna Páls hefur fengið þann dóm hjá erlendum hagfræðingum að vera geggjun.

Í þætti Silfri Egils sá þáttarstjórnandinn ekki ástæðu til þess að spyrja ráðherrann umdeilda einnar gagnrýnnar spurningar. Að þessu tilefni er ágætt að minnast þess að Egill Helgason skaut Árna Páli inn á stjörnuhiminn íslenskra "jafnaðarmanna" þegar sá síðarnefndi sagði frá því í Silfri Egils, að sími hans væri hleraður. Hlerunarmálið var rannsakað með ærnum kostnaði og ekki reyndist vera flugufótur fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála, þetta viðtal var fáránlegt í einu orði sagt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2011 kl. 01:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og í þessu "drottningarviðtali" komst hann upp með hverja þvæluna á fætur annarri án nokkurar gagnrýni frá "þáttastjórnanda"..........

Jóhann Elíasson, 5.12.2011 kl. 08:05

3 identicon

Hræðilegur þáttur.

Algjörlega óhæfur stjórnandi.

Karl (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 09:37

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér fannst framlag Egils Helgasonar í umræðuna um sjávarútveg kostuglegt en hann sagði svo frá "Að það getur vel verið að menn sjái eitthvert óréttlæti í sjávarútvegi" síðan hélt Egill áfram eitthvað að fimbulfamba sem skildist vart öðru vísi en svo að hann vildi  eyða yrði einhverri óvissu og helst festa kerfið og óréttlætið í sessi. Skömmu eftir að þessari umræðu lauk var síðan komið að Evu Jolly að ræða réttlæti og önnur samfélagsmál.

Agli virðist algerlegla ókunnugt um að kerfið hafi fengið falleinkunn já Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og er upphaf ofurveðsetningar í íslensks atvinnulífs og loftbóluhagkerfisins.

Sigurjón Þórðarson, 5.12.2011 kl. 10:02

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hef ekki fylgst með Agli lengi eða frá því að hann hafði viðtal við Þingvallavatnsdoktorinn. Þar átti Egill að stoppa hann af þegar hann fór að tala um gamla lummu sem enginn fótur er fyrir: meinta niturmengun af völdum barrtrjáa, sjá nánar:

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1149186

Það er mikil ábyrgð að stýra þætti með jafn mikið áhorf og Kiljuna og Silfur Egils. Stjórnandi þarf að vera viðbúinn að taka af skarið þegar umræðan beinist út í ranghugmyndir eða misskilning. Annars heyrist mér á mörgum að þeim finnast þessir þættir fremur vera n.k. skemmtiþættir jafnvel á borð við Spaugstofuna fremur en til uppbyggingar og fræðslu. Þar er Spegillinn margfalt betri enda þar tekin fyrir grafalvarleg mál sem fréttaauki og fréttaskýringar.

Góðar stundir

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband