Leita í fréttum mbl.is

Hver er ábyrgð stjórnarmanna Glitnis á fjársvikunum?

Nú stendur yfir umfangsmikil rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum og blekkingum  æðstu stjórnenda Glitnisbanka í aðdraganda hrunsins.  Blekkingarnar höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir almenning og sömuleiðis komandi kynslóðir. Ljóst er að  það tekur áratugi  fyrir íslenskt samfélag að jafna sig og bæta fyrir þann skaða sem unninn var í aðdraganda hrunsins.  Birtingarmynd skaðans má m.a. sjá nú við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og víðar.

Rökrétt er að ætla að umrædd sýndarviðskipti og blekkingar upp á tugi milljarða króna hafi verið með vitund og vilja stjórnarmanna Glitnisbanka.  Fyrir nokkru tók Níels Ársælsson saman blogg sem sýndi fram á beina tengingu Stíms-málsins, við innkomu Þorsteins Más Baldvinssonar nokkru fyrir hrun sem stjórnarformanns í Glitni-banka.

 


mbl.is Vita ekki um hvaða gögn er að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm ... smá ábending.

 "Sjálfur höfðaði hann dómsmál á hendur stjórn Glitnis árið 2009 vegna kaupa bankans á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar á 8,77 % yfirverði. Hann vann málið í héraði, en Hæstiréttur sýknaði stjórnarmennina."

Úr frétt um Vilhjálm í Pressunni.

En auðvitað draga menn engan lærdóm af þessu ???

Og á hvaða tímapunkti keypti Samherji skip og kvóta af Brim ?

Að það voru sýndarviðskifti í megastærðum er enginn vafi ... hvort lögin duga til að taka á því ... er stóra spurningin.

Tap Vilhjálms fyrir hæstarétti segir að lögin taki ekki á þessu.

Svo sérstakur mun kenna dómurum og lögunum um ....eftir á .... í stað þess að hjóla í Alþingi og heimta skýrari lög.

Og þarf ég að segja það að enginn starfsmaður banka stofnar Offshore fyrirtæki til að versla við bankann sem hann vinnur við eða er tengdur .. í heiðarlegum og góðum tilgangi ?

Hver er tilgangur með rannsóknum og þykjustuleikjum ef ljóst er að dómarar geta ekki dæmt vegna þess að lögunum er áfátt ?

Bara einn tilgangur .... sjónarspil.

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 16:23

2 identicon

Thja, kannski voru þetta bara svona "óvirkir" stjórnarmenn og þá er málið jú dautt?

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 17:04

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón. Það er ein áleitin spurning sem hringir öllum viðvörunarbjöllum í hausnum á mér um þetta mál, og það er spurningin um af hverju Bjarni Ármannsson heldur öllu sínu, og fær að byggja hér upp allt sem honum langar til? Eftir allt sem á undan er gengið, þá hreinlega gengur þessa forgangsröðun embættis sérstaks saksóknara ekki upp!

Hvað í ósköpunum á þetta sýndarspil að gera gott? Ég er nú yfirleitt alveg þversum í skoðunum, miðað við sérsniðna fréttamennsku á Íslandi, og skil ekki óréttlátan framgang mála á Íslandi, frekar en annarsstaðar í heiminum. Þetta Glitnismál stendur eitthvað illilega fast í minni skilningar-skynjunar-vitund. 

Það er eitthvað sem ekki stemmir í púsluspilinu! Hvers vegna Glitnir umfram aðra bankaræningja, eins og t.d. Kaupþing/Arion og Landsbankaræningjann alræmda?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2011 kl. 17:25

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Anna Sigríður, ég tel að ástæðan fyrir því að Bjarni virðist vera kominn með sinn feng í skjól er sá að hann fer út úr Glitni nokkru fyrir hrunið og þá til Noregs.  Þegar hann hætti í bankanum þá losaði hann til sín einhverja 7 milljarða og svo undarlegt sem það nú er þá hefur hann dóm Hæstaréttar fyrir því að sá gjörningur hafi verið löglegur.

Hann ætlaði síðan að taka þátt í miklu gramsi í OR þegar REI ævintýrið stóð sem hæst en var gerður afturreka með það þegar upphlaup var í borgarstjórninni.  Reykvíkingar eru enn að súpa seyðið af ruglinu í OR en Bjarna verður víst ekki kennt um það. 

Sigurjón Þórðarson, 1.12.2011 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband