Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar hreinsanir í þágu ESB

Ekki eru skýringar oddvita ríkisstjórnarinnar trúverðugar um að upphlaupið í kringum setu Jóns Bjarnasonar í stjórninni snúist um vinnubrögð hans, í kringum gerð hræðilegra frumvarpsdraga um stjórn fiskveiða.

Ekki hefur ríkisstjórnin hingað til sett það fyrir sig þó svo að ráðherrar hafi notað óvönduð  meðöl til þess ná sínu fram.  Hver man ekki eftir því þegar Steingrímur plataði þingið og sagði ekki satt frá gangi Icesavesamninganna.  Oftsinnis hefur Steingrímur snarað út tugum milljarða króna af dýru lánsfé þjóðarinnar til þess eins að endurreisa vafasöm fjármálafyrirtæki og það án nokkurs samráðs. Svandís var dæmd í Hæstarétti.  Vinnubrögð og hegðan ráðherra Samfylkingarinnar hafa sömuleiðis oft þótt orka tvímælis s.s. þegar Jóhanna braut jafnréttislög og Össur Skarphéðinsson fór út fyrir valdmörk sín og skilgreindi samningsmarkmið landbúnaðarins!

Það má lengi telja sögur af umdeilanlegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar sem hljóta að teljast miklu alvarlegri en að birta einhverja dellu á heimasíðu stjórnarráðsins, eins og Jón gerðist sekur um. Engar kröfur komu þá jafnan fram um uppstokkun innan úr herbúðum stjórnarflokkanna, en það sama á við þegar Jón Bjarnason á í hlut og er skýringin augljóslega sú að Jón styður ekki aðlögunarferli ríkisstjórnarinnar að ESB.

Óneitanlega kemur á óvart að enginn miðill hefur enn gert grein fyrir því hvað frumvarpsdrög Jóns sem ollu þessu uppnámi, fela í sér. Hingað til hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki sett fyrir sig, þá mismunun og mannréttindabrot kvótakerfisins, sem Jón boðaði að festa í sessi nánast óbreytt næstu áratugina.  Ef ekkert hefur breyst í þeim efnum þá að þá hlýtur upphlaupið að vera liður í pólitískum hreinsunum í þágu ESB aðildar. 


mbl.is „Þjóðin veit fyrir hvað ég stend“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir góðan pistil Sigurjón.

Það vekur vissulega athygli að engin efnisleg umræða hefur farið fram um frumvarpið þrátt fyrir að nánast ekkert annað hafi verið í fjömiðlaumræðunni núna í einhverja sólarhringa.

Stóra spurningin er þá væntanlega hvort aðrir í ríkisstjórn séu því þar með sammála innihaldi frumvarpsins og þar með áframhaldandi mannréttindabrota?

BJÖRK , 30.11.2011 kl. 00:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður þarf ekki að vera "miðill" til að sjá að það er einmitt það sem er í gangi.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2011 kl. 04:38

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Björk, já mér sýnist sem svo sé en Ögmundur svokallaður mannréttindaráðherra taldi sig á DV í gær þurf að leita eftir heimild til þess að fara að stjórnarskrá og virða mannréttindi.

Jón Steinar, Össur Skarphéðinsson sá ekki þessa skýringu að hreinsanirnar stæðu í samhengi við ESB aðild og greina mátti ákveðna þreytu hjá Össuri þar sem að hann gaf í skyn að hann gæti sömuleiðis verið á leiðinni úr stjórninni.

Sigurjón Þórðarson, 30.11.2011 kl. 08:37

4 Smámynd: Gunnar Waage

Sæll Sigurjón og þakka góðan pistil að vanda. En eitt fæ ég ekki alveg skilið þegar þú segir; ",,,,,,,þá mismunun og mannréttindabrot kvótakerfisins, sem Jón boðaði að festa í sessi nánast óbreytt næstu áratugina."

Nú er ekki tekið á hugmyndinni um innköllun aflaheimilda í þessum drögum og virðist sem að ætlunin hjá Jóni sé að láta ríkisstjórnina um að útfæra þann hluta en þau hafa ekki haft uppburð í sér til þess hingað til, það mál stendur í stað.

En í þessum drögum eru aflaheimildir skilgreindar mjög skýrt sem nýtingarréttur sem akki skapar eignarétt undir neinum kringumstæðum. Þótt þessi 20 ár séu gagnrýnanleg þá fæ ég samt ekki séð að þau festi kvótakerfið í sessi.

Fyrir mér er þetta spurning um að annað frumvarp sem tekur til innköllunar og Hljóta þeir í þessum vinnuhóp að hafa horft þannig á málið, að afgreiða þyrfti málið í áföngum.

Gunnar Waage, 30.11.2011 kl. 15:37

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gunnar, frumvarpið gerir ráð fyrir að innköllunin verði einungis að nafninu til og endurúthlutun fari eftir sömu leikreglum og áður sem brjóta í bága við jafnræði borgaranna. Hingað til hefur úthlutunin verið einungis til eins árs í senn en með breytingum sem Jón Bjarna birti er verið að endurúthluta með sama hætti og áður til margra áratuga.

Sigurjón Þórðarson, 1.12.2011 kl. 12:40

6 Smámynd: Gunnar Waage

Ég held að það sé líklega almenn óænægja með þetta atriði í stjórnarliðinu og þess vegna lítil ástæða til að ætla að þessum hluta yrði ekki skerpt á. Annað hvort með viðbótargreinum eða þá annarri lagasetningu.

Nú eru það rök útgerðarmanna að fyrirtækin þurfi þessar langtímaúthlutannir. Ástæðan er náttúrulega öll þessi veðsetning og ekki hægt að kalla það eðlileg rekstrarskilyrði. Þessir vinnuhópar og nefndir sem unnið hafa að lausn á þessu voru skipaðar þessum sömu persónum og ráðast nú gegn ráðherra hve harðast. Þeim gekk ekkert í að leysa málið.

Þannig að það verður að fara fram óháð mat á worst case scenario við það að aflaheimildir verði innkallaðar. Í framhaldi þarf ríkið að taka ákvörðun um hvað þau treysta sér í í því efni. Við erum búin að missa afleytt eignarhald á þessu úr landi að hluta og það er mjög stórt mál sem enginn fjallar um. Bankaleyndin bætir eki úr skák.

Gunnar Waage, 1.12.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband