Leita í fréttum mbl.is

DV.IS virðist vera eina færa leiðin fyrir Skagfirðinga til að ná sambandi við herra Guðbjart Hannesson ráðherra!

Skagfirðingar furða sig á því hvers vegna velferðarráðherrann Guðbjartur Hannesson hyggst beita niðurskurðarhnífnum af meiri hörku á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki en annars staðar á landinu.  Aðför velferðarráðherra kemur íbúum algerlega í opna skjöldu þar sem að fyrir síðustu Alþingiskosningar þá boðaði leiðtogi "jafnaðarmanna" í kjördæminu, að við hagræðingaraðgerðir yrði gætt sérstaklega að jafnvægis á milli Höfuðborgar og landsbyggðar.  Boðskapur Guðbjarts var að niðurskurðurinn bitnaði alls ekki á þeim landsvæðum sem hefðu farið varhluta af þenslunni í aðdraganda hrunsins.  Sömuleiðis boðaði velferðarráðherrann þegar hann tók við ráðherratign á síðasta ári að hann væri að taka við niðurskurðartillögum óséðum frá forvera sínum í embætti og að hann myndi taka tillögurnar sem að hann fékk óvænt í fangið til rækilegrar endurskoðunar.

Sveitarstjórn hefur um nokkurt skeið reynt að fá einhverjar skýringar á boðuðum niðurskurði og einhverjum viðbrögðum við skýrslum sem teknar hafa verið saman um málefni Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Eins og fram kemur í fundargerð byggðaráðs Skagafjarðar frá því í morgun þá er mikil óánægja með að velferðarráðherra hafi ekki enn gefið sér tíma til þess að funda með fulltrúum sveitarfélagsins um málið.

Til þess að fá einhverjar skýringar á ósanngjörnum niðurskurði greip einn íbúi sveitarfélagsins til þess ráðs að fá einhverjar skýringar í gegnum beina línu DV.IS í gær. Einu svör ráðherra voru að halda því fram, að mestan hluta niðurskurðarins mætti skýra út frá því að hætt verði að sólarhringsþjónustu vegna fæðinga!  

Svör velferðarráðherrans bera það með sér að honum veiti ekkert af því að fara betur yfir málið, þar sem að honum virðist vera algerlega ókunnugt um að umrædd þjónusta sem að hann nefnir sem helstu skýringu, var hætt áður en hann tók við embætti og kemur því boðuðum niðurskurði nákvæmlega ekkert við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband