Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin vill frekar svelta heimilin

Hugmyndir Samfylkingarinnar og Vg um það hvernig ná eigi endum saman í rekstri ríkisins eru bæði óhuggulegar og dæmdar til þess að mistakast. 

Það er greinilegt að Norrænu velferðarstjórninni þykir það mun vænlegri leið að hækka matarreikning Íslendinga og svelta heimilin frekar en að fara yfir rök þeirra sem hafa bent á að þjóðin geti náð í mun meiri tekjur við það eitt að auka fiskveiðar og breyta illræmdu fiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.

Fjórflokkurinn lætur ekki að sér hæða.


mbl.is Virðisaukaskattshækkun á mat?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Önnur ráð:

Hægt er að greiða til baka gjaldeyrisforðann - því hann er í láni og kostar formúgu á mánuði.

Hægt væri líka að draga til baka allt sem VG & Samfó hefur gert síðan þau komust til valda, og fá þá eitthvað af þessu fólki sem flýði land til baka.

Það er margt hægt að gera, margt sem ekki má.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.8.2011 kl. 23:25

2 Smámynd: Sólbjörg

Ríkisstjórnin hefur alls engan áhuga á að skoða rök fyrir tekjuaukningu vegna áhugaleysi og mótvilja þjóðarinnar við að ganga í ESB. Allt snýst um það að troða okkur í ESB; bandalag sérhagsmuna og spillingar.

Þess vegna eru uppi áform hjá Jóhönnu og Steingrími um skattahækkun til að svelta mótþróann úr þjóðinni. Þessari skelfilegu staðreynd verður þú að kyngja Sigurjón hversu fráleitt sem þér kann að þykja.

Sólbjörg, 8.8.2011 kl. 23:29

3 identicon

Gott mál! Þá verður Jógríma hengd í hæsta gálga!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 23:35

4 Smámynd: Sólbjörg

Iss, þessi þjóð virðist ekki hafa nokkurn dug í sér að koma Jóhönnu frá völdum, Auðvitað vill engin vill koma neinum í gálga, ekki þú heldur veit ég. En það verður að koma á íslenskri ríkisstjórn!

Sólbjörg, 8.8.2011 kl. 23:44

5 Smámynd: Snorri Hansson

Þessi grein er skyldu lesning ,hvort sem þú ert með eða á móti inngöngu í ESB.

http://www.lapasserelle.com/billets/greek_crisis.html?gclid=CP-16reMwKoCFUVO4QodoEw56A

Hér er inngangurinn:

by André Cabannes, PhD

10 July 2011

We explain why the money inside a country has nothing to do with and should not be the same as the one for external trade. We take the example of the Greek crisis and show that it is the consequence of the confusion between the two. Greece is only the first in a series of countries where the same problems will arise: Italy, Spain, Portugal, Ireland, France. We do not advocate the withdrawal of these countries from the euro, but the use by each country of two currencies: its local currency and the euro. Finally we explain why we believe that a new private international currency will appear

Snorri Hansson, 9.8.2011 kl. 00:40

6 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Vel mælt Ásgrímur gamli og góði bekkjabróðir

Gísli Birgir Ómarsson, 9.8.2011 kl. 12:01

7 identicon

Hvað hefur Sigurjón Þórðarson gert fyrir land og þjóð? Öryrkjar eru með 150.000 kr. á mánuði í laun!!! Reddaðu þessu, Sigurjón!

Bára (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 16:15

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurjón...þetta er kjaftæði..

Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2011 kl. 17:53

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Ingi, því miður er þetta sannleikurinn.

Sigurjón Þórðarson, 9.8.2011 kl. 20:50

10 identicon

Að auka fiskveiðar eykur tekjurnar, en að breyta kerfinu það er mikið vafamál. Ekki eru tillögurnar frá stjórninni líklegar, þær ganga í þveröfuga átt.

haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 21:05

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Haukur, einugis sú breyting að allur fiskur fari á markað tryggir það að þeir kaupendur og fiskverkendur sem geta gert mest verðmæti úr aflanum fái hann til vinnslu sem eflir augljóslega verðmætasköpun í landinu.

Sigurjón Þórðarson, 9.8.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband