Leita í fréttum mbl.is

Frasar bankaráðherrans

Billegur og frasakenndur málflutningur Árna Páls Árnasonar er ótrúlega mótsagnakenndur og staðfestir algjöra vanhæfni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hann þykist hafa verið að þrýsta á fjármálafyrirtæki og beita þau hörðu, á sama tíma og upp komst að ráðherra sendi ráðuneytisfólk á fund þingnefndar með svör sem samin voru af umræddum fjármálafyrirtækjum. Málið sem var til umræðu var kostulegir endurútreikningar á ólöglegum lánum þar sem ríkisstjórnin dró taum fjármálafyrirtækja á kostnað almennra lántakenda. 

Ráðherra bankamála hefur upp á síðkastið blandað sér umræðu um sjávarútvegsmál og er ástæðan mögulega sú að Árni Páll vill leiða talið frá vandræðagangi og spillingu í eigin málaflokki  eða þá gefa Jóhönnu tilli ástæðu til að slá á frest breytingum á sjávarútvegskerfinu.  Vandséð er að það sé nokkur meining á bak við fyrirheit Jóhönnu Sigurðardóttur um breytingar á kvótakerfinu frekar en afnám verðtryggingarinnar.

Annars er málflutningur málflutningur Árna Páls kostulegur en hann tíundar sögulegt mikilvægi Samfylkingarinnar við að koma á réttlátu Norrænu velferðarþjóðfélagi þar sem markaðslögmálin knýja verðmætaframleiðslu samfélagsins.  Ráðherrann telur að vænlegasta leiðin til þess sé að viðhalda lokuðu kvótakerfi sem hvetur til sóunar og hefur fengið algjöra falleinkunn hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna!

Er hægt að taka eitthvað mark á Árna Páli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er valdabarátta í Samfylkingunni.Samfylkingin verður að skipta um formann fyrir næstu kosningar, sem verða í síðasta lagi eftir 20 mánuði.Það er greinilegt að sá hópur Samfylkingarinnar sem er búinn að fá nóg af VG, hefur fylkt sér um Árna Pál, varaformann Samfylkingarinnar.Það lítur því út fyrir að Árni Páll verði formaður Samfykingarinnar innan ekki svo langs tíma.Jón Baldvin stendur á bak við Árna Pál svo og ýmsir áhrifamenn eins og td, Ágúst EinarsonFlest Samfylkingarfólk veit að tími Jóhönnu er liðinn, þótt hún viti það ekki sjálf.Trúlega fer Ólína Þorvarðardóttir með henni.Árni Páll var með fund í Keflavík fyrir einum og hálfum mánuði og hafði fyrrverandi bæjarstjóra, sjálfstæðismann sem fundar stjóra.Þar hrósaði hann sér af því meðal annars að hafa gefið út viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með Steingrími J. um að Íslenska ríkið ábyrgðist alla banka á Íslandi.Hann sagði líka að ESB yrði haft til ráðgjafar um Ísleska efnahagsstjórn á næstu mánuðum og árum og líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.En það er ljóst að Árni Páll telur að sinn timi sé kominn og það gera fleiri í Samfylkingunni. 

Sigurgeir Jónsson, 26.6.2011 kl. 13:34

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En það verðue einhver að fara að svara þeirri spurningu ,því ekki gerir Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna það, hvort þeir íslenskir sjómenn sem starfa á skipum sem þeir eiga ekki sjálfir séu ekki sjómenn.Kæran byggðist á því að sjómönnum væri meina að stunda þá atvinnu sem þeir kysu sér.Því verða þau  sem telja að ályt þeirra fulltrúa muslima og einræðisríkja sem skipuðu meirihluta nefndarinnar sem sendi frá sér álytið sé rétt,að fara að svara því hvort þeir um 4000 sjómenn á Íslandi sem eru á sjó en eiga ekkert í skipunum séu ekki sjómenn.Og hvað með Mannréttindanefndina.Er hún dauð, eða hefur hún skipt um skoðun. Eða var hennar ályt kanski aldrei neins virði vegna þess að það var bull og nefndin er kanski búin að átta sig á því.Og hvers vegna eru þeir stjórnmálamenn sem stöðugt eru að staglast á álytinu. ekki búnir að senda álytið til Mannréttindadómstóls Evrópu til að fá þetta á hreint.Það verður að fylgja málinu eftir, annars er um ekkert annað en upphrópanir að ræða.

Sigurgeir Jónsson, 26.6.2011 kl. 13:51

3 identicon

Þetta er norræna velferðarstjórnin,sem laug því að þjóðinni að hún mundi reysa skjaldborg um heimilin í landinu, en þegar á reyndi, reysti hún skjaldborg um vogunarsjóðina, og gaf þeim skotleyfi á íslensk heimili, og fyrirtæki, með stökkbreytt ólögleg gengisbundin lán, og sömuleiðis stökkbreytt íslensk verðtryggð lán, þar sem forsenubrestur verðtyggingar við hrunið var algjör, síðan kemur fjármálaráðherrann fram í fjölmiðlum, og heldur því blákalt fram að hinn venjulegi íslendingur hafi ekki orðið fyrir neinum skaða við hrunið, veruleikafyrring fjármálaráðherra er algjör.

Nú er svo sannanlega komið í ljós, að við það að vilja ekki taka allar vísitölur úr sambandi eftir Hrun eins og Ögmundur mælti með,er þessi norræn velferðarstjórn búin að valda öllum landsmönnum,og atvinnurekstri í landinu, meiri skaða og hörmungum en fordæmi er fyrir í Íslandsögunni.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 18:11

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

Árni Páll er fulltrúi bankanna í kvótamálinu. Árni segir að sjávarútvegurinn verði að vera rekinn með sem mestum hagnaði. Hann á þá við að bankarnir geti fengið sem mest til baka af lánum sínum til útgerðarinnar. Það þýðir að arðuirnn af sjávarútveginum endar í hirslum bankanna en ekki þjóðarinnar. 

Það mun aldrei verða gerð nein breyting á kvótakerfinu nema með samþykki bankanna.

Þegar hlustað er á ÁPÁ þarf hann að vera með þokulúður svo maður hvert hann er að fara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.6.2011 kl. 22:01

5 identicon

Nei það er ekki hægt.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband