Leita í fréttum mbl.is

Fasistabeljan

Það sætir almennri furðu, hvernig allt of margir þingmenn telja tíma sínum og kröftum best varið landi og þjóð til heilla.  Í stað þess að þingmenn séu samtaka í að leita að leiða út úr efnahagsþrengingum þá berast fréttir, af hótunum þingmanna um meiðyrðamálaferli og að þeir uppnefni hverjir aðra ýmsum hætti og líki við; ketti, hryssur og nú fasistabeljur.  Einhvern veginn þá finnst mér verulega skorta á að heiðurslistamaðurinn Þráinn Bertelsson sem telur víst drjúgan hluta þjóðarinnar vera fábjána, rökstyðji þetta orðaval sitt. Ekki virðist vera um góðlátlegt grín að ræða heldur virðist sem einhver særindi búa að baki og að Þráinn telji sig hafa orðið fyrir einhverju óréttlæti af hendi Þorgerðar Katrínar.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig fyrrum flokkssystir Þráins úr Framsókn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis  greiðir úr þessum málum. Ekki væri úr vegi að forseti þingsins sem gætir að virðingu þingsins, óski eftir skriflegri greinargerð listamannsins þar sem leitast væri eftir því að skilgreina hugtakið fasistabelja. 


mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlustaði á Þráinn í morgunútvarpi rásar tvö í morgun.  Hans vegna ætti hann að draga sig í hlé frá stjórnmálum, hann greinilega gengur ekki alveg heill til skógar.  Þetta var skrýtin uppákoma og jafnframt dapurleg.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 17:28

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er þetta ekki ágætis nafngift yfir þær stöllur? Íhaldsbeljur er kannski betra. Annars má þetta lið niður á þessu auma og spillta alþingi kalla hvort annað hvaða nöfnum sem er, mín vegna.

Guðmundur Pétursson, 9.5.2011 kl. 17:36

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann er fyrir löngu búinn að útskýra þetta orðaval.. en það er athyglisvert Sigurjón að þú virðist koma sjöllum til aðstoðar hér

Óskar Þorkelsson, 9.5.2011 kl. 17:57

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þráinn hefur sýnt sinn innri mann og það er ekki fallegt.

Þráinn á að segja af sér enda hefur hann orðið sjálfum sér til mikillar minnkunnar enda kann hann ekki mannasiði

Óðinn Þórisson, 9.5.2011 kl. 18:03

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kom vart á óvart að Óðinn mundi styðja sína hrunamenn.. en það koma á óvart með Sigurjón

Óskar Þorkelsson, 9.5.2011 kl. 18:08

6 identicon

Það er ágætt að vita að þingmenn séu fróðir um lífríki náttúrunnar.

Einhver nefndi líka hóp simpansa í kringum kvótafrumvarpið.. Man ekki alveg hver lét þau orð falla og veit ekki alveg hvaða hóp hann var að skilgreina,, Mér dettur helst í hug LÍÚ hópurinn sem situr eins og mý á mykjuskán fyrir utan sjávarútvegsráðuneytið.

Annars held ég nú að það sé skref í rétta átt að þingmenn séu að átta sig loksins á hver þeirra er hvaða dýrategund. Svo þarf bara að samræma yfir í eitt dýratungumál og þá geta menn farið að ræða saman.

Svo má nú ekki gleyma forsetanum okkar sem löngum hefur verið skilgreindur sem grís af gárungunum.

Af þessu öllu má álykta að Bessastaðir séu svínastía og alþingi dýragarður.

Ég held samt að það fari best á því að öll dýrin í skóginum séu vinir...

En sennilega frýs fyrr í helvíti.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 00:37

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Óskar. Sigurjón er meiri maður en bæði þú og Þráinn. Hann blandar ekki saman stjórnmálum og lúalegu skítkasti í menn. Það verður að draga línuna í sandinn. Um leið og menn fara að níða niður persónur með ómálefnalegum hætti á sama hátt og Þráinn gerir hér, þá er lýðræðinu hætta búinn.

Jón Baldur Lorange, 10.5.2011 kl. 23:40

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er lýðræðinu ekki hætta búin af fólki sem ekki viðurkennir eitt eða neitt og vill viðhalda sínum völdum hvað sem það kostar Jón.. þú ert með merkilega nálgun álýðræðið ef orð eru mikilvægari en gerðir.. en þetta útskýrir kannski líka afhverju spilling er svona landlæg á íslandi

Óskar Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband