Leita í fréttum mbl.is

Verður Jón Gnarr fyrsti íslenski pólitíski flóttamaðurinn?

Frami Jóns Gnarr hefur orðið mikill og skjótur. Nú á hátindi frægðar sinnar sem nær langt út fyrir landsteinana þá hefur hann ekki nennt að setja sig inn í smærri mál s.s. Icesavemálið eða skólamál.  Jón Gnarr hefur ekki heldur nennt að hitta hvern sem er s.s. formann Frjálslynda flokksins enda er hann stjarna.

Á dögunum boðaði Jón Gnarr flótta sinn frá landinu vegna húmorslausra stjórnmála og tilgangslausra viðræðna við einhverja minnihluta.  Mér finnast fréttir dagsins bera það með sér að það styttist mjög í að Jón Gnarr verði fyrsti pólitíski flóttamaður landsins. 

Það verður spennandi vita á hvaða lendur stjarnan muni ákveða að skína næst - mögulega Hollýwood eða jafnvel Bollýwood.


mbl.is Húmorsleysi og neikvæðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Varstu búinn að gleyma Grænhöfðaeyjum? Þangað lofaði hann að fara ef Nei-ið yrði ofaná í Icesave.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.4.2011 kl. 20:01

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei alls ekki en ég á von á því að hann komi þar við á sigurför sinni.

Sigurjón Þórðarson, 19.4.2011 kl. 21:33

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gnarrinn er langflottasti "stjórnmálamaður" landsins

Óskar Þorkelsson, 19.4.2011 kl. 21:42

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar ertu þá ekki smeykur við að þú sért að missa hann úr landi?

Sigurjón Þórðarson, 19.4.2011 kl. 22:24

5 identicon

Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með manninn. Ég kaus byltingarmann og hetju, ekki auðvirðalegan þræl hinnar gjörspilltu Samspillingar, sem ég myndi aldrei kjósa, né þjóna hennar. Ég kaus sjálfstæðan og greindan mann, ekki lepp sem fer með línur og lætur segja sér hvernig hann á að sitja og standa. Ég kaus alvöru mann, ekki heilalausan hálfvita sem segist taka ákvarðanir afþví Vigdís hafi sagt eitthvað í blöðin. Ég sem hélt þetta væri velmenntaður og víðlesinn maður, í sannri merkingu orðsins. Ég hélt ég væri að kjósa afburðarmann, eða að minnsta kosti góðan og grandvaran mann. Ég er farin að efast, en bíð enn og vona að Jón komi til og vakni upp frá Þyrnirósarsvefninum vonda eftir að hafa bitið í eitureplið illa meðalmennskunnar og heimskunnar, sem blasir við á hvítum fánagrunni, ömurleg eftirlíking Japanska fánans, merki eftirhermunnar og smáborgararans, sem Jón minn skal aldrei bera! Vaknaðu Jón! Vaknaðu!!!

Kjósandi (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 05:41

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það yrði missir af þessum ferska andblæ sem Gnarrinn og hans fólk kom með. Það væri hagur fyrir FF ef þið munduð taka ykkur þetta fólk til fyrirmyndar.. ég flúði land svo ég skil Gnarrinn vel.

Óskar Þorkelsson, 20.4.2011 kl. 07:38

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hér sannast það enn og aftur að kjósandinn veit ekkert hvað hann er að gera  kveðja Kolla og btw ertu ekki stjarna líka Sigurjón?

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2011 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband