Leita í fréttum mbl.is

Grafalvarlegt mál!

Þegar ég heyrði í fréttum fyrr í dag að fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, væri að ræða grafalvarlegt mál í þinginu, þá lagði ég við hlustir. Ég bjóst satt best að segja við því að hún væri að ræða þá alvarlegu fjárhagsstöðu sem þjóðarbúið er komið í, en á síðustu þremur árum þá hefur halli á rekstri hins opinbera numið 470 milljörðum króna. Sú upphæð svarar til þess að frá hrunn hafi gjöld umfram tekjur hafi verið ríflega 400 milljónir á dag.  Þorgerður Katrín sem er vön að handfjatla milljarða og það jafnvel í heimilisbókhaldinu ætti að sjá að staðan er grafalvarleg.

Sömuleiðis sjá flestir að meintur flórmokstur Steingríms J. sem hefur helst falið í sér að skófla gríðarlegum fjármunum inn í fallnar fjármálastofnanir, hækka skatta og halda áfram byggingu á glerhýsis í Reykjavíkurhöfn, er ekki fallin til að bæta ástandið.

Nei - hvorki Þorgerður Katrín né aðrir þingmenn voru að ræða framangreinda stöðu og leita raunverulegra lausna með opnum huga.  Í stað þess var kröftunum varið í að hnakkrífast frá morgni og fram á kvöld um hvort að það hafi verið ráðinn einhver karl eða kona inn á einhverja skrifstofu í einu ráðuneytinu.

Mér skilst að það sé búið að boða til mikils framhalds á þessari umræðu um skrifstofustarfið í ráðuneytinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hvort það er píka eða tippi er orðið aðalmálið hjá sjálfstæðisflokknum ?

JR (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 23:21

2 identicon

UZZ....... Þorgerður Kúla að bulla, eiðum ekki skrifum né orðum á hana

Kristinn J (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:42

3 Smámynd: Dagný

Það er "dálítið" veruleikafirrt fólkið í stórsteinahúsinu við Austurvöll. Það sem þeim finnst merkilegt finnst mörgum venjulegum manninum ósköp litlu máli skipta en það sem skiptir okkur fólkið í landinu meginmáli nær ekki inn á umræðulistann þeirra því þeim finnst það svo ómerkilegt. En við kusum þetta víst yfir okkur

Dagný, 25.3.2011 kl. 08:59

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Góður pistill hjá þér Sigurjón og gott að lesa hann. Góð brýning. Nei Dagný. Þú hefur kannski kosið þetta yfir okkur en ég ber ekki ábyrgð á þessari stjórn á neinn máta. Það er mjög líklegt að Samfylkingin detti út í næstu kosningum ef menn segja nei við Icesave núna 9. apríl og VG eru bestir í nagginu þ.e. stjórnarandstöðu. Það er líklegt að Lilja Mó. kveði þá í kútinn þegar (ef) hún verður komin í Hreyfinguna.

Þessi umræða um ráðningu skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins flokkast undir lögbrot og það eru lög sem Jóhanna Sig.átti þátt í að koma á. Ég er ekki sammála þeim lögum og viðbúið að þau verði ávallt til vandræða og fjárútláta. Ég tel að sá sem greiðir launin og þarf að nota starfskraftinn, eigi bara að ráða þessu alfarið hans er líka ábyrgðin. Ef hann vill kaupa ráðgjöf til að sortera umsóknir þá er það hans mál. Kveðja Kolla

Háðungin er augljósust þegar Þorgerður Katrín og Sjálfstæðisflokkurinn notar nú tækifærið og fara með rulluna sem Jóhanna fór með 2004 og VG hefði gert væru þeir í sinni kjörstöðu þ.e. stjórnarandstöðu. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2011 kl. 10:02

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha óþarflega margar kveðjur hjá mér en mátti til að bæta aðeins við þetta

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2011 kl. 10:04

6 identicon

Já það lá við að þettað væru skemtilega ruglaðar tilögur

Stefán Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband