Leita í fréttum mbl.is

Mun Róbert Marshall axla pólitíska ábyrgð?

Róbert Marshall var ein helsta sprautan á bak við að setja skattfé landsmanna í Landeyjarhöfn án mikils né vandaðs undirbúnings. Var það gert þrátt fyrir varnaðarorð fjölmargra s.s. Grétars Mar Jónssonar fyrrverandi þingmanns Frjálslynda flokksins og reynds skipstjóra.  Róbert Marshall var formaður stýrihóps um hönnun hafnarinnar sem ber ábyrgð á þeim dýru mistökum sem gerð hafa verið.  Ekki vafðist það fyrir Róberti að skreyta sig persónulega í aðdraganda kosninga 2009 með því að hann bæri ábyrgð á verkinu ásamt Elliða Vignissyni.

Núna þegar ljóst er að er höfnin er að fyllast enn og aftur af sandi og ekki er lengur hægt að kenna um eldgosinu í Eyjafjallajökli, þá tekur Róbert upp á því að vindhanast út í núverandi samgönguráðherra, með þeim orðum að það skorti pólitíska forystu. 

Væri Róberti ekki nær að íhuga hvort að það standi honum ekki nær að axla pólitíska ábyrgð á klúðrinu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Róbert greyinu eru svo mislagðar hendur að erfitt er að ímynda sér að hann fengi vinnu annars staðar en á Alþingi Og eins og sannur Eyjamaður þá kann hann ekki að skammast sín hvað þá að axla ábyrgð...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.12.2010 kl. 23:23

2 Smámynd: Skarfurinn

Gleymið nú ekki Árna Johnsen sem fyrstur manna þakkaði sér þessi ósköp, ég sé eftir hverri krónu sem var hent í þetta misheppnaða klúður.

Skarfurinn, 28.12.2010 kl. 07:01

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þótt birtingarmyndir náttúrunnar spanni vítt svið þá sýna áratuga vísindaleg gögn að oftast nær er staða hennar innan vissra marka og telst þá venjulegt ástand eða í jafnvægi. Eitt meginmarkmiðið við framkvæmdina var að hönnun og gerð Landeyjahafnar yrði í sátt við náttúruna og ynni ekki gegn henni. Þótt eldgos og óvenjulegar ölduáttir langtímum saman séu þekktar breytur, þá eru þau fyrirbæri ekki reglulegir gestir og koma almennt með mjög löngu millibili. Jafnvel árhundruða hvað eldgos varðar. Samspil þessara tveggja þátta á opnunarári Landeyjahafnar hefur valdið tímabundnum töfum en vísindalegar forsendur og innlend og erlend reynsla benda til að náttúran muni ná fyrra jafnvægi á tiltölulega skömmum tíma. Fengist hefur leyfi stjórnvalda til að bjóða út umtalsverða dýpkun í vetur svo nýta megi siglingaleiðina sem best þennan tíma og hressilegar vetrarlægðir með suðvestan öldugangi eru einnig líklegar til að hreinsa sand og gosefni úr innsiglingunni........Þegar náttúran hefur náð fyrra jafnvægi muni höfnin þjóna um langa framtíð, Eyjamönnum og öðrum Íslendingum til mikilla hagsbóta.

Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri 20.10. 2010

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.12.2010 kl. 10:37

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Róbert missti síðustu vinnu því hann vissi ekki hvað klukkan var. Missir hann þessa því hann veit ekki hvernig veðrið er?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.12.2010 kl. 11:06

5 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Menn eru greinilega villigötum í þessari umræðu sennilega vegna fráleits fréttaflutnings sem þeir éta hráan. Höfnin er fín og vel útfærð en ekki fullkomin frekar en önnur mannanaverk. Þetta eru eingöngu verkefni sem þarf að leysa. Byrjunnar örðuleikar eru þekktir í byltingarkenndum samgöngum.  Fáir tala um sanddælingar annara hafna hér á landi eins og að þetta sé einhvert einsdæmi. Þetta er enn sem komið gríðaleg samgöngubót fyrir okkur Eyjamenn sem við fyrir löngu höfum greitt fyrir í ríkiskassann.    

Óskar Sigurðsson, 28.12.2010 kl. 13:36

6 identicon

Minn kæri Sigurjón, hafa samfylkingarmenn einhveratímann verið annað en hentifánapólitíkusar ??

Þú skalt ekki búast við neinu úr þessari átt, ekki neinu heiðarlegu á ég við.

Fólk sem kýs samfylkinguna hlýtur að falla undir eftirfarandi þrjá flokka/einkenni.

1. það er tengt frambjóðendum

2. Hatur þeirra á xD fær það til að styðja flokkinn.(það er annað í boði)

3. það er illa upplýst eða illa gefið.

Ég er ekki xD maður, en samfylkingin er það óhrein að það liggur við að kalla þurfi á almannavarnir...

runar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 15:22

7 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Jæja Sigurjón minn.

Tíðkast nú hin breiðu spjótin. Þú og fleiri þyrftuð nú aðeins að kynna ykkur aðstæður áður en þið farið að gapa. Staðeyndin er sú að þeir Eyjamenn sem börðust hvað harðast á móti Landeyjahöfn og fundu henni allt til foráttu, eru nú farnir að kvíða fyrir að ferðast til Þorlákshafnar ef Bakkafjara er ófær. Landeyjahöfn er verkefni sem er ekki búið og menn þurfa þor og þolinmæði gagnvart allkonar lýðskrumi frá þér og þínum líkum. Láttu okkur sem notum höfnina um að dæma, það erum alltaf á endanum við Eyjamenn sem stöndum uppi með krógann. Við gefumst ekki upp eins og sprungnar blöðrur og förum í skotgrafahernað þegar á móti blæs. Við krefjumst samgöngubóta og eigum inni fyrir því. Landeyjahöfn er snilld sem verður ennþá meiri snilld þegar hún er tilbúin.

Valmundur Valmundsson, 28.12.2010 kl. 21:37

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Valmundur, ekki eru það mín orð eða annarra sem hafa fyllt Landeyjahöfn hvað eftir annað af sandi. 

Nú segir Valmundur að Landeyjahöfn sé ekki tilbúin - Mér og öðrum til fróðleiks þá væri gott að fá það fram hvaða verk standa út af og á eftir að ljúka?

Sigurjón Þórðarson, 28.12.2010 kl. 22:05

9 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Ja hérna kallinn minn.

Það er málið að þegar menn eru ekki á staðnum þá þverr vikuna mjög. Ef þú skoðar nú sögu þorlákshafnar eða Hornafjarðaróss, þá kæmist þú líklega að þeirri niðurstöðu að hönnun góðrar hafnar líkur seint. Hafnir eru nefnilega þeirrar náttúru að það þarf að dýpka þær og bregðast við utanað komandi aðstæðum hverju sinni. Svo til að fyrirbyggja allan misskilning þá fyllist Landeyjahöfn ekki af sandi, heldur myndast sandrif fyrir utan höfnina sem truflar siglingar þangað. Segi enn og aftur að Landeyjahöfn er stórkostleg samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar. Tala nú ekki um þegar fræðingarnir hafa girt fyrir það sem nú er að. Og ef þú vilt ekki samgleðjast okkur með þennan áfanga í samgömgumálum okkar verður svo að vera, minn kæri Sigurjón. Þitt er valið.

Valmundur Valmundsson, 29.12.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband