Leita í fréttum mbl.is

Höfuðborgarblaðið gefur út Reykjavíkurblað

Fréttablaðið ber þess augljós merki að vera orðið nokkurs konar héraðsfréttablað Höfuðborgarsvæðisins og skipar sér þar í flokk með ekki ómerkari blöðum en Feyki á Sauðárkróki og Hellunni á Siglufirði. Héraðsfréttablöð hafa þann háttinn á að fjalla nær eingöngu um atburði sem eiga sér stað innan héraðs og svo þá sem snerta héraðsbúa sem beinum hætti. Við þessu er í sjálfu sér ekkert að segja, Fréttablaðið er eins og það er.  

Ólíkt kollegum sínum á Feyki og Hellunni hefur Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins í Reykjavík ákveðið að fara í stríð gagnvart utanhéraðsmönnum. Í leiðara helgarblaðsins hvetur ritstjórinn Guðbjart Hannesson til þess að fara í algerlega vanhugsaðan niðurskurð á heilbrigðisþjónustu utan Reykjavíkur.  Ég man satt best að segja ekki til þess að hafa heyrt þess getið að ritstjórarnir á Hellunni eða Feyki þau Albert og Guðný, hafi hvatt til þess að hætt yrði við glæpsamlega dýrt tónlistarhús í Reykjavík eða þá að vel á annað þúsund heilbrigðisstarfsmönnum verði sagt um í Reykjavík en það er sá fjöldi sem samsvarar hlutfallslega fækkun starfsmanna á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt.

Svo undarlegt sem það nú er, þá er gefið út vikulega sérstakt Reykjavíkurblað með Fréttablaðinu en það sem þar bar hæst var að borgarstjórinn okkar Jón Gnarr væri maður vonarinnar hygðist beita sínum kröftum að því að jafna aðstöðu katta og hundaeigenda!

Það væri óskandi að ritstjóri Fréttablaðsins liti nú aðeins út fyrir túnfótinn og áttaði sig á því að helsta vonin til gjaldeyrissköpunar þjóðarinnar sé að veita meira atvinnufrelsi út í hinar dreifðu byggðir og stórauka með því sókn í nytjastofna Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Rangt, Fréttablaðið er í boði Jóns Ásgeirs. Smá sárabót fyrir skaða af hruninu. Áhrif hrunsins voru miklu víðtækari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þess vegna má spyrja sig hvort ekki sé bara sanngjarn að við á höfuðborgarsvæðinu fáum ein Fréttablaðið.

Síðustu fréttir er að það sé óhagkvæmt að senda bæði kók og létt kók á landsbyggðina. Því beri að skoða að senda annað hvora vörutegundina út á land

Sigurður Þorsteinsson, 9.10.2010 kl. 18:32

2 identicon

Það er mikið til í þessu. Það er óþolandi að íbúar landsbyggðar verði að borga fyrir blaðið en aðrir ekki. Ég er reyndar hissa á því að enginn skuli hafa farið í mál út af þessu. Þetta flokkast varla undir eðlilega viðskiptahætti. Hvað yrði sagt um veitingastað á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðeins íbúar landsbyggðar borguðu fyrir matinn en aðrir ekki.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki trúi ég að nokkur sé að kaupa Fréttablaðið, Hrafn. Ekki er það nú svo merkilegt.

Gunnar Heiðarsson, 10.10.2010 kl. 05:44

4 identicon

Sigurjón....aetlar thú ekki ad bjóda thig fram til stjórnlagathings?

Thjódareign (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 12:42

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei ég reikna ekki með því að bjóða mig fram í það en ég hef víst í meiru en nógu að snúast.

Sigurjón Þórðarson, 13.10.2010 kl. 21:14

6 identicon

Rithöfundurinn Líu og Nobelsverdlaunahafi í Kína saetir mannréttindabrotum.

LÍÚ kvótaglaepakerfid brýtur mannréttindi landsmanna.

Thad er mjög mikilvaegt ad rétta fólkid bjódi sig fram til stjórnlagathings og verdi kosid.

Thjódareign (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:42

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins verða að fara að vakna og gæta hagsmuna fólksins sem í þeim býr.Hrunliðið sem setti landið á hausinn, og er með heimilisfestu á og í kringum Seltjarnarnesið ætlar að gera fólk annars staðar að réttindalausum þrælum höfuðborgarsvæðisins.Stjórnlagaþingið er fyrst og fremst sett á stað til að undirbúa það að landið verði eitt kjördæmi. þar með hefur allt vald færst til hrunliðsins.Ný stjórnarskrá þar sem Íslandi væri skipt upp í fylki án tillits til íbúafjölda myndi koma í veg fyrir ánauð landsbyggðarinnar.

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband