Leita í fréttum mbl.is

Alex Salmond sveik sjómenn

Alex Slamond sótti mörg atkvæði til skoskra sjávarbyggða og skosks almenning á digurbarkalegum yfirlýsingum um að draga Skota út úr sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins sem hefur mjög illt orð á sér.  Eftir að hann komst til valda hreyfði hann ekkert við málinu og sömuleiðis gerði hann ekkert með harða gagnrýni skoskra sjómanna á mjög vafasama ráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknarráðsins.  Stóraukinn niðurskurður á aflaheimildum í Norðursjónum hefur ekki skilað neinum árangri frekar en sambærilegar aðgerðir hér við Íslandsstrendur enda stangast aðferðir reiknisfiskifræðinga á við viðtekna vistfræði. Alex sveik einfaldlega sjómenn og er að draga athyglina frá því.

Alex má vita að hótanir um að veiðar Íslendinga í lögsögu Íslands hindri inngöngu landsins í Evrópusambandið, séu vita bitlausar. Í fyrsta lagi eru þeir sem standa að veiðunum og í öðru lagi er þeir sem eru beggja blands og jafnvel hliðhollir inngöngu í ESB furðu lostnir á tuddaskap Evrópusambandsins í málinu og yfirlýsingarnar vart til þess að auka stuðning landsmanna við inngönguna.


mbl.is Sögð geta hindrað ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Sigurjón, hefurðu kynnt þér starf ICES ? Ég fæ ekki betur séð en þessi stofnun sé pólitískt býtibúr, þvert á yfirlýstan tilgang ráðsins.  Með því að binda alla fiskstofna í kvóta þá er viljandi verið að búa til skort og þarmeð hafa áhrif á verð. Það er ekki einleikið hversu allar tillögur til að auka veiðar eru jafnóðum barðar niður af eigendum og umráðamönnum fiskveiðiheimildanna. Og vísindamennirnir eru háðir fjárveitingum frá þessum sömu stjórnmálamönnum og eru á mála hjá kvótaeigendunum. Hér á Íslandi er til þess tekið hve skoðanir fiskifræðinga eru litaðar af hagsmunum LÍÚ og þarmeð stórútgerðarinnar í landinu sem á 80% af veiðiheimildunum. En samt tekur steininn úr þegar sjávarútvegsráðherra er farinn að nota hagræn rök fyrir að auka ekki kvóta í stað þess að nota svigrúm sem mælingar fiskifræðinga skapa (ekki það að ég taki mikið mark á þessum stofnmælingum) Með hræðsluáróðri um verðfall á mörkuðum eru veiðar ekki auknar. Kvótakerfið er löngu hætt að þjóna sem tæki til að byggja upp fiskstofna, tilgangurinn nú er að hámarka verð til þeirra fáu sem mega veiða.  Þessvegna eru átökin um kvótakerfið svona hatröm

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.9.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé ekki betur en að þessar ályktanir þínar standist Jóhannes.

Sjálfur hef ég þóst nokkuð viss um að skorttaka sé skýringin á tregðunni við að auka aflaheimildir í það minnsta að hluta til.

Ég velti hinsvegar vöngum yfir því hversu litlar áhyggjur Norðmenn og Rússar virðast hafa af markaðnum ef íslenskar útgerðir telja sig þurfa að nota þessi undarlegu vinnubrögð.

Þessar þjóðir veiða þorskinn af þeirri kappsemi sem miðin þola.

Árni Gunnarsson, 10.9.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband