Leita í fréttum mbl.is

Virti Gunnar Andersen forstjóri FME umboðsmann Alþingis?

Í dag rann út sá frestur sem Umboðsmaður Alþingis gaf forstjóra FME og seðlabankastjóra Má Guðmundssyni til þess að skýra út tilmæli sín um að snúa út úr dómi Hæstaréttar um ólöglega gengistryggingu lána.

Ekkert hefur frést af því hvort að þeir Már Guðmundsson og Gunnar Andersen hafi virt ósk Umboðsmanns Alþingis um að gera grein fyrir og rökstyðja ólögleg tilmæli sín til fjármálafyrirtækja en án efa verður fróðlegt að lesa þá samantekt. Á hinn bóginn þá sá forstjóri FME ástæðu til þess að vængja sig í ríkisútvarpinu og greina frá því að ný úttekt sýndi það sama og fyrri úttektir um hundruða milljarða tap fjármálafyrirtækjanna vegna dóms Hæstaréttar. Engu að síður greindi forstjórinn frá úttekinni í véfréttarstíl og ekki hefur hún enn orðið opinbert gagn frekar en fyrri úttektir. 

Allt bendir til þess að forstjóri FME sé að ýkja þegar hann miklar áhrif dóms Hæstaréttar og hann sé að taka með í reikninginn lán sem löngu er búið að afskrifa. 

Eflaust vilja seðlabankastjórinn og forstjóri FME gera sitt ýtrasta til þess að draga umræðuna frá svörum sínum til umboðs Alþingis eða sem verra væri svaraleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég efast um að þeir geti svarað þessu og hafi í raun engin lagaleg rök fyrir þessari yfirlýsingu. Ef svo væri væru þeir eflaust búnir að láta þau uppi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.7.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Dettur einhverjum í hug að það sé sjálfgefið að ríkissjóður leggi bönkunum til nýtt fé?

Þórður Björn Sigurðsson, 16.7.2010 kl. 20:18

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ekki nema væru hinir erlendu eigendur og lánadrottnar gömlu bankanna sem ríkisstjórnin virðist hræðast mjög.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.7.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Annars er ekki sanngjarnt að gera of miklar kröfur til Gunnar Andersen í því að þræða innlendar og kannski sveitalegar stjórnsýsludyggðir þar sem að hann hefur meiri reynslu af alþjóðaviðskiptum í Landsbankanum þar sem inn í viðskiptin fléttuðust flóknar fléttur alla leið til Guernsey.

Sigurjón Þórðarson, 16.7.2010 kl. 23:24

6 identicon

eru bankarnir ekki bara tómir ?   er það ekki málið.   og enginn þorir að segja það ?    hver getur svarað því afdráttarlaus ?

bondinn (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband