Leita í fréttum mbl.is

Norður Kóreu ástand á ÍNN

Á stundum hafa landsmenn talið sig hafa efni á að hlæja góðlátlega að fjölmiðlum í Norður Kóreu. Grímulaus áróðurinn er þannig á borð borinn að hann er beinlínis hlægilegur, þó svo að hann sé ein skrúfan sem viðheldur hræðilegu ástandi í landinu.

ÍNN sjónvarpsstöðin hefur tekið upp á því að fjalla kvótakerfið á Íslandi sem skilar óumdeilt einungis þriðjungnum af þeim þorskafla sem veiddist fyrir daga kerfisins.

Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir þá kemur skýrt fram á ÍNN að kvótakerfið sé algott  rétt eins og kommúnisminn er algóður í Norður Kóreu.

Kvótakerfisfélagar hafa komið í röðum í viðtöl á ÍNN og haldið því óhikað fram að íslenskar stórútgerðir sem beita venjulega togurum sem komnir eru vel á fertugsaldur, séu sérstakur hátækni- og þekkingariðnaður.  Sjónvarpsstjórinn sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson hefur vitnað um undur nýsköpunar og þekkingariðnaðarins, þar sem varan komi út úr frystihúsunum i umbúðum sem á stendur þyngd, framleiðsludagsetning og jafnvel verð vörunnar!

Kvótakerfisfélagar leggja þunga áherslu á að eitt af því mikilvæga við stærri kvótafyrirtækin sé að keðjan frá; veiðum, vinnslu og til útflutnings sé órofin og þar með lítil sérhæfing.  Framkvæmdastjóri stórs fiskvinnslufyrirtækis á Vestfjörðum játaði engu að síður hreinskilnilega að hann gæti engan veginn keppt um hráefni  við sérhæfðar fiskvinnslur sem starfa á frjálsum fiskmarkaði.  Á látbragði þáttarstjórnanda ÍNN, mátti að greinilega marka að hann taldi að sitt hvað væri  bogið við frjálsa markaðinn og kvótinn sem króaði af hráefnið væri greinilega betra fyrirkomulag.

Fulltrúar kvótakerfisfélaganna sem mörg hver skulda mörg þúsundir milljónir króna og miklu meira en þau geta nokkurn tíma greitt, telja það vera þjónýtingu og níðingsverk hið mesta ef nýtingarréttinum er ráðstafað á jafnræðisgrundvelli til annarra sem vilja gera betur en þeir sem fyrir eru og hafa rekið sín fyrirtæki í þrot.

Auðvitað mætti hlæja að þessu rugli sem fram fer á ÍNN ef að þjóðin væri ekki komin djúpa kreppu og í raun búin að glata efnahagslegu sjálfstæði sínu til AGS. Það er orðið löngu tímabært að útgerðarmenn komi upp úr skotgröfunum og viðurkenni að aflamarkskerfið sé afar vont til þess að stjórna fiskveiðum og miklu nær væri að fara farsæla leið Færeyinga við stjórn fiskveiða.  Leiðin út úr kreppunni hlýtur að vera að afla meiri útflutningstekna og vísasta leiðin til þess er að efla sjávarútveginn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru bara tvö orð til um stöðina INN við sægreifana sem sé AUMKUNAVERT VÆL.Nei það má ekki auka veiði nema að útvaldir fái allan þann viðbóta kvóta,það er betra að láta fiskin éta hvorn annan.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Öfgahátturinn í málflutningi  Ingva Hrafns er með ólíkindum og eftir að hafa horft á "hrafnaþingið" og sjálfstæðisflokksumræðuna þar kemur þessi útúrsnúningur og öfugmælaumræða um fiskveiðistjórnunarkerfið ekki á óvart.  Eitt stingur nokkuð mikið að sjá en helstu kostendur þessarar þáttaraðar (þáttaómyndar þar sem núverandi kvótakerfi er MÆRT í bak og fyrir) eru helstu kvótakóngar landsins.  Ekki getur maður reiknað með NEINNI VITRÆNNI umræðu þegar svo er bæði fyrir og eftir þættina jú og í svokölluðum "auglýsingahléum" í þáttunum koma nokkuð SKÝR SKILABOÐ frá þessum aðilum.

Jóhann Elíasson, 15.7.2010 kl. 09:19

3 Smámynd: Billi bilaði

Ég sé stundum hrafl úr Hrafnaþingi, og horfi þá á sjónvarpsstjórann af sömu andakt og Sveik horfði á séra Otto Katz.

Billi bilaði, 15.7.2010 kl. 22:21

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ingvi Hrafn er alveg sér á parti... og rétt sem þú bedir á að lotningin ber hann oft ofurliði. Það dylst engum að hann gengur grímulaust erinda stórútgerðarinnar og dásamar allt sem frá henni kemur svo mann setur oft aulahroll. En ég hef ekki svo miklar áhyggjur af Ingva Hrafni því hann er allt of mikill kjáni til að fólk fari að taka hann alvarlega.

Meiri áhyggjur hef ég af því sem kann að koma frá sáttanefndinni - því það getur ekkert gáfulegt komið frá henni. Því það koma einhverjar tillögur að enn frekari skóbætingum á þessu handónýta og óréttláta kerfi þegar það ætti að henda því  eins og við vitum og taka upp sóknardagakerfi að hætti Færeyinga. En það má víst ekki ræða það... það gæti ruggað bátnum og sett "afhendingaröryggið" í uppnám. Vel á minnst; ætli Færeyingar eigi í einhverjum vandræðum með "afhendinguna" 

Atli Hermannsson., 15.7.2010 kl. 22:24

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki er ég viss um að Ingvi Hrafn sé kjáni en hann virðist hins vegar gera ráð fyrir því að áhorfendur séu annað hvort mjög illa upplýstir eða hálfgerðir fávitar. 

Sigurjón Þórðarson, 16.7.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband