Leita í fréttum mbl.is

Siðlaus Sjálfstæðisflokkur

Í dag lét þingmaður Sjálfstæðisflokksins í ljós þá skoðun sína að þingið væri á hálli braut vegna þess að það legði siðferðilega mælistiku á menn og málefni. Var það gert í umræðu um ákvörðun Iðnaðarnefndar, að veita fjárglæframönnum sérstaka ívilnun við að reisa gagnver á Suðurnesjum.

Jón Gunnarsson lét þessa skoðun sína í ljós af mikilli sannfæringu og þannig að áheyrendur skynjuðu vandlætingu þingmannsins á þeirri óhæfu að siðferðilegir mælkvarðar væru settir við gerð reglna og samninga sem í samfélaginu. 

Vart getur Sjálfstæðisflokkurinn fundið sér betra mál og tímapunkt til þess að afhjúpa algerlega siðlausa afstöðu til lagasetningar. Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins glímir við þann vanda að hafa í farteskinu kúlulán eða þá afar sérstaka kostun á þing. Sömuleiðis er Björgólfur Thor sá sem Alþingi vill gera betur við en aðra atvinnurekendur, grunaður um stórfellda efnahagsglæpi. Hingað til hefur hvorki íslenskur almenningur né sparifjáreigendur í nágrannríkjum riðið feitum hesti eftir viðskipti við fyrrum bankastjóra sem nú vill gerast gagnabankastjóri.

Það er rétt að fólk velti því fyrir sér hvar annars staðar í heiminum lýðræðiskjörinn þingmaður skuli hneykslast á því að samningar og lagasetning byggi á góðu siðferði sem endurspeglar hvernig breytni og samskipti er rétt að viðhafa í samfélaginu.   

Það er eitthvað meira en lítið að í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Þingið kveður upp siðferðisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hef aldrei skilið þennan mann, Jón Gunnarsson eða fyrir hvað hann stendur á þingi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.4.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi afstaða er nokkur ráðgáta sérstaklega litið til þess að það eru ekki margir dagar frá því að Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni.

Kappinn virðist þurfa eitthvað víkingaprógram hjá nefndinni til þess að átta sig á hlutunum.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2010 kl. 22:20

3 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Hann hefur ekki lesið skýrsluna. Ég vænti þess að hún verði brennd á báli á næsta landsfundi sjálf(töku)stæðismanna. Ólesin.

Árni Þór Björnsson, 28.4.2010 kl. 22:29

4 identicon

Sjálfstæðismönnum er nokkur vorkunn,þeim hlýtur að líða illa, þeir eru nefnilega að vakna upp við feluleikinn sem er í gangi í draumalandi þeirra USA, þar hefur hvert fyrirtækið á fætur öðru, svo þúsundum skiptir, horfið úr guðs eigin landi kapítalismans, með framleiðslu sína undir rautt teppi rauða kína. Áhættuna láta þeir sig hafa, þótt þeir viti vel að þaðan komast þeir ekki auðveldlega til baka aftur.   Margir telja að þarna séu skýr merki um að kapítalisminn gangi ekki upp lengur í guðs eigin landi frekar en á Íslandi.        

Robert (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 00:52

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þessi tiltekni einstaklingur er dæmigerður fyrir siðleysi og vitsmunabrest þessa tiltekna flokks.

Kveðja úr Eyjafirði.

Arinbjörn Kúld, 29.4.2010 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband