Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarflokkurinn algerlega niðurbrotinn vegna atvinnufrelsis

Stjórnarskrá Íslands virðist vera mjög framandi plagg fyrir Nýja Framsóknarflokkinn á þingi. Nýi þingflokksformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson gat vart á heilum sér tekið vegna þess að strandveiðifrumvarpið opnaði örlitla glufu á gjaldþrota kvótakerfið. Andstaða framsóknarmanna við atvinnufrelsið sem á að vera tryggt í 75 grein stjórnarskrárinnar virðist ekki einungis ná til sjávarútvegs, eins margsinnis kom fram í ræðu þingmannsins heldur hafa víðtækari skírskotun.

Leiðtogi Framsóknarflokksins á þingi lagði t.d. fram eftirfarandi spurningu í umræðunni um strandveiðar:

Á það að vera eðlilegt að ef þann sem hér stendur langar að búa með 30 eða 50 eða 100 kindur eða hvað það er að bara gert það og eiga allir að geta gert það sem það vilja og slíkt?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarmenn eru gæddir sauðþráa, sem þeir virðast hafa öðlast við náin kynni við sauðkindur. Þetta var auðvelt að sjá á fundi með þeim á Selfossi um árið, þar ætluðu þeir að stoppa ráðherra umhverfis, af, þar sem þeir töldu hann ætla að skipta sér af þvi að þeir létu rollukvikindin naga upp allan gróður, hvar sem hann væri að finna. Vígalegir langt að komnir, veðurbarðir og sandblásnir, alvöru kallar, lögðust þarna á eitt, með að sannfæra ráðherrann um að rollur þeirra gerðu hvergi neinn skaða á gróðri. Ráðherra var hálfhikandi frammi fyrir liðinu, ætlaði reyndar að tala þarna um aðra hluti,en þá bættu þeir bændur um betur og fullyrtu að blessuð sauðkindin bætti gróðurinn í landinu, það væri bara rok og rigning sem skemmdi þetta. Eftir þessa hraustlegu framgöngu bændanna til varna kindum sínum,yfir hausamótin á ráðherranum, hef ég aldrei orðið hissa á neinu sem kemur frá framsóknarmönnum.

Robert (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 23:20

2 identicon

Í boði hverra er þessi ,,Gunnar Bragi Sveinsson"  ?

Kvótaeigenda í Skagafirði !

Það er með hann eins og alla sem setjast á alþingi, þetta veistu betur en flestir aðrir, þeir eru allirfalir fyrir ,,rétta upphæð"  !

JR (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Róbert, mér heyrðist sem að framsóknarmaðurinn vildi banna það að nýliðar kæmu nálægt sauðkindinni.

JR, Ég hef enga trú á því að málið snúist um kaup eða sölu heldur ótrúlega þröngsýni þar sem ruglað er um að trillur inn á fjörðum séu að taka frá því sem togarar geti veitt á togslóð.

Sigurjón Þórðarson, 26.4.2010 kl. 23:33

4 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Já, Sigurjón ég tek undir þetta með þér.

Hvar sem við lítum þar er kvóti um kvóta frá kvóta til kvóta. Kannske væri réttast að Ísland hætii að heita Ísland og heiti þess í stað Kvótaland.

Hvað er eiginlega málið, spyr ég nú. Hver er hættan ef handfærabátum er leyft  að róa til fiskjar?

Í öllu atvinnuleysinu getur þetta fólk sem heldur að það eigi alla fiska sjávarins ekki einu sinni hugsað sér einyrkjann veiða fáein tonn, sjálfum sér til atvinnusköpunar og lífs. Að ekki sé nú talað um annan ávinning fyrir byggðirnar og þjóðarbúið.

Flott hjá þér og gangi þér.

Kalli Matt

ps. ég man ekki betur en að Gunnar Bragi hafi í koningabaráttunni talað um að Framsóknarmenn vildu endurskoða kvótakerfið.

kv

KM 

Karl V. Matthíasson, 27.4.2010 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband