Leita í fréttum mbl.is

Ben-Yami í DV

Það er furðuleg þöggun fjölmiðla um brotalamir í reikningsfiskifræðinni sem notuð hefur verið á umliðnum árum við að stjórna fiskveiðum.  Það er helst að Útvarp Saga og DV opni á vitræna umræðu um stjórn fiskveiða sem byggir á líffræði og vistfræði hafsins.

Í DV í dag er góð umfjöllun um sjónarmið Ísraelsmannsins Menakhems Ben-Yami, þar sem að hann greinir frá gloppum í reiknilíkönum sem Hafró byggir á.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er kannski ekki beint þöggun. Hins vegar eru þetta orðin trúarbrögð eins og svo margt í þjóðarumræðunni. LÍÚ ber ábyrgð á umræðunni og hefur stýrt henni (verið leyft af pólitíkusum fjórflokksins) Athyglisverð er aðkoma hagfræðinga og lögfræðinga, sem hafa verið fengnir(keyptir?) til að lofsyngja þetta ónýta kerfi. Kannski að menn hlusti núna á útlendinginn. Alla vega þarf að fara hér fram opinská umræða um Hafró trúarbrögðin. Þetta gengur ekki lengur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.4.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

  Það þarf oftast útlendinga til að benda á það sem illa er að fara á Íslandi. Maðurinn er að segja það sama og við erum búnir að hamra á í mörg ár og enginn hefur hlustað. Það er bara nauðsynlegt að setja í ferli rannsókn á Hafró, þetta bull er ekkert eðlilegt. Sprenglærðir fræðingar úr Háskólanum sitja í harðlæstri stofnun og gefa út hvað sé mikið af fiski í sjónum, eftir reiknilíkunnum sínum, og ef einhver mótmælir þá er sá lagður í einelti. Eg spyr: Af hverju þessi þöggun?  Af hverju má ekki taka tillit til sjómanna í sambandi við veiðiráðgjöf? Af hverju ekki allt upp á borðið? Eg vona að sem flestir stjórnmálamenn lesi þessa grein í DV í dag við Ben-Yami. Eg efast um að morgunnblaðið verði með umfjöllun um þetta.

Bjarni Kjartansson, 21.4.2010 kl. 18:50

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er margt í þessu s.s. umræddir sprenglærðir fræðingar fara algerlega þvert á það sem kennt er í fyrstu kennslustund í vistfræði þ.e. að afföll séu þéttleikaháð.

Þjóðin hefur ekki efni á því lengur að reyna að beygja náttúruna undir reiknilíkönin.

Sigurjón Þórðarson, 21.4.2010 kl. 19:23

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ef lýsa ætti Hafró í einni málsgrein liggur beinast við að nota klassískan frasa sem stofnunin hefur sjálf notað árlega frá því hún hóf það göfuga en vita vonlausa verkefni að "byggja" upp fiskstofnana, allt í kringum landið. En frasinn hljómar einhvern veginn svona; Árgangar 200? og 200? mælast nú fremur litlir eða undir meðalstærð síðustu 10 ára. En 200? árgangurinn er nokkuð stór og er yfir meðalstærð - en hann  kemur inn í veiðina eftir tvö ár. 

Atli Hermannsson., 21.4.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband