Leita í fréttum mbl.is

Engin gagnrýnin umræða fjölmiðla um ein alvarlegustu tíðindi vikunnar

Það má stundum furða sig á því hvað er sett í forgang  í samfélagsumræðunni.  Hver man ekki eftir hundinum Lúkasi sem var mörgum harmdauði en fannst síðan endurborinn en illa á sig kominn, þjóðinni til mikils léttis. 

Núna fjalla fjölmiðlar eðlilega í gríð og erg um skýrsluna, eldgosið og jú um að einn kúlulánaþeginn á þingi skuli víkja sæti tímabundið fyrir öðrum. Það hefur hins vegar ekki orðið nein gagnrýnin umfjöllun fölmiðla um niðurstöðu togararallsins. Morgunblaðið fjallaði að vísu eitthvað um rallið en sú umfjöllun var í ætt við það sem kallast kranablaðamennska.  

Fiskileysisguðirnir á Hafró boða enn og aftur niðurskurð á aflaheimildum í þeirri von að hægt sé að geyma fiskinn og veiða meira seinna.  Hafró finnur ekki þorskinn frekar en fyrri daginn og hefur þar að auki týnt ýsunni.  Ef að farið verður í blindni að ráðgjöf Hafró þá þýðir það milljarðar tap fyrir þjóðarbúið. 

Er ekki orðið löngu tímabært að setja spurningamerki við ráðgjöf sem aldrei hefur gengið eftir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að við séum að misskilja þetta.  Það er búið að samþykkja 100 milljarða lán í gegnum AGS þannig að þessu er reddað eitthvað fram eftir ári.  Svo tökum við bara nýtt lán.  Fólkið sem vinnur í greininni fer bara á atvinnuleysisbætur eins og hinir, hækkum aðeins tryggingargjaldið bara og þá fer þetta allt vel og nóg til af peningum til að greiða bætur .  Svo þegar greinin er öll komin á hausin þá verður pláss fyrir hvern sem vill á strandveiðum og þá verða allir voða hamingjusamir.  Þetta eru sennilega algerlega óþarfar áhyggjur hjá okkur Sigurjón enda sést Það best á því að nær enginn nema við virðumst hafa nokkrar áhyggjur af þessu.

The moral of the story is; sláum hærri lán og bíðum eftir næstu frakt.

Hvað sagði Þráinn aftur að stór hluti þjóðarinnar væru fábjánar?

Þórður Áskell Magnússson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þráinn sagði að 5% þjó'arinnar væru fífl Þórður, en 95% tóku það til sín.  Eðlilega.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 22:38

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Spurningin fer að verða, hver verður neistinn sem kveikir óstöðvandi bál á Íslandi og þá á ég ekki við eldgos. Reiði fólks er orðin svo gríðarleg að það má skera hana í álegg. Stjórnvöld eru algerlega föst í eigin spunarokkum og átta sig ekki á hlutverki sínu. Það má ljóst vera að kreppan er fyrst núna að hellast yfir. Og þessi kreppa þurfti ekki að koma. Hún er í boði ríkisstjórnarinnar.

Haraldur Baldursson, 18.4.2010 kl. 00:04

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sigurjón. Það eina sem kemur á óvart frá Hafró í þetta skiptið er tímasetningin á þessu útspili þeirra... algerlega fáránlegt að reyna að keppa við gosið og rannsóknarskýrsluna um athyglina... hefðu betur geymt þetta í tvær vikur... nema eitthvað annað hangi á spýtunni

Atli Hermannsson., 18.4.2010 kl. 12:12

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki fengi heilbigðisráðuneytið háa einkunn hjá þjóðinni ef árangurinn eftir þrjá áratugi væri ámóta og efling auðlindarinnar undir stjórn Hafró.

Árni Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 16:09

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hafró finnur ekki smá og millifiskinn.Getur þú Sigurjón upplýst hvar hann er.Sá fiskur sem fæst er mest allt aulafiskur.Þegar hann er búinn hvað tekur þá við.Ekkert kanski.Fyrir rúmum fjörutíu árum sögðu fiskifræðingar að í lagi væri að veiða10-12 ára gamlan fisk því hann dræpist að öðrum kosti úr elli.En það er ljóst að ef ekki koma sæmilegir árgangar í nýliðun þá verður hrun.Veiðum gamla fiskinn áður en hann drepst, og treystum á guð og lukkuna.

Sigurgeir Jónsson, 18.4.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband