Leita í fréttum mbl.is

Ýsustofninn að hverfa á gjörgæsludeild Hafró

Niðurstaða rallsins er að ekkert hafi gengið við að byggja upp þorskstofninn, árgangur 2008 sem mældist stór í fyrra er týndur í dag. Nú mælist víst árgangur 2009 stór í ár en allar líkur er á því að hann týnist fljótlega ef ekkert verður veitt.

Óvæntustu fréttirnar fyrir þá, sem enn trúa á aðferðarfræði Hafró, hljóta að vera þær að ýsustofninn er að hverfa, þrátt fyrir að vera á gjörgæsludeild Hafró.Niðurstaða rallsins segir mér það eitt að sú tilraun Hafró að geyma ýsuna í sjónum til þess að veiða meira seinna hafi ekki gengið eftir frekar en fyrri daginn.

Hvað á að halda áfram lengi að berja hausnum við steininn í miðri kreppu - aðferðir Hafró eru ekki að ganga upp?

 


mbl.is Stór þorskur en lítið af ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Og með sjávarútvegsráðherra úr VG eigum við ekki von á góðu. Guð blessi Ísland.

Bjarni Kjartansson, 16.4.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt Bjarni Kjartansson. Nú vantar okkur garpana úr Sjálfstæðsiflokknum sem alltaf voru að skora Hafró og LÍÚ á hólm!

Eða var það ekki?

Segðu okkur hvaða munur er á fiskveiðistefnu V .g. og Sjálfstæðisflokksins. Ég er viss um að margir eru forvitnir.

Getur verið að þig misminni og að það hafi verið ráðherra V.g sem byrjaði að þróa frjálsar handfæraveiðar í fyrrasumar?

Og að það hafi verið sami ráðherra sem neitaði að afhenda sægreifunum alla aukningu á skötuselskvótanum?

Eða ert þú bara kannski ekki marktækur í þessari umræðu vegna þess að þú hafir meiri áhuga á fylgi stjórnmálaflokka en pólitískum málefnum?

Árni Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 23:08

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þrátt fyrir allt er ekki mikill munur á stefnu flokkanna en ákvæðin um skötuselin og vonandi handfæraveiðarnar sem ekki eru enn farnar í gegnum þingið, eru til bráðabirgða og fara sjálfkrafa úr gildi verða þau ekki framlengd af komandi þingum.

Við skulum öll vona að þessi hænuskerf verði til stórstígari framfara.

Sigurjón Þórðarson, 16.4.2010 kl. 23:24

4 identicon

Enn og aftur er ástæða til að minna á hvað gerðist í Barentshafi. Þar var farin leið, sem svipar til þess sem dr. Jón Kristjánsson hefur haldið fram. Einnig minni ég á skrif Kristins Péturssonar á Bakkafirði um þessi mál. Fiskveiðistjórnunin er eitt, kvótakerfið er í sjálfu sér annað, þótt þetta tvennt tengist. Það er ástæða til að taka fiskveiðistjórnunina sjálfa til endurskoðunar, ekki síður en kvótakerfið. Ein af ástæðum hruns þorskstofnsins er uppþurrkun á loðnustofninum. Þverhausarnir á Hafró hafa aldrei viðurkennt að loðnustofninn hafi skipt verulegu máli fyrir viðgang þorskstofnsins. Afrán þorsksins á eigin ungviði er bein afleiðing af þeim fæðuskorti, sem ofveiði á loðnu hefur skapað fyrir þorskinn (og reyndar ýsuna líka, því hún hefur étið þann hluta loðnustofnsins sem drepst eftir hrygningu). Svo er grundvallaratriði til að hlífa því sem eftir er af hrygningarsvæðum þorsksins, að banna alla togveiði innan 50 mílna frá strönd landsins.  

Trillukarl (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 12:50

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Trillukarl ég er sammála þér hvað varðar að nauðsynlegt er að taka alla ráðgjöfina til endurskoðunar en ég minni á að loðnuveiðar hafa verið óverulegar á síðustu árum og togveiðar aldrei minni.  Það er ráðgjöfin sem er ekki að ganga upp eins og þú bendir á og löngu tímabært að taka til endurskoðunar.

Sigurjón Þórðarson, 17.4.2010 kl. 13:26

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

´´Arni þú ert heldur betur að misskilja mig. Eg var með ath  við Bloggi Sigurjóns um aðferðarfræði Hafró og eg tel að VG Ráðherra fari í einu og öllu eftir Hafró.  Hefur þú orðið var við að ráðherrann hafi bætt við kvótann í trássi við Hafró? Og heldur þú að hann geri það? Það er þetta sem eg á við, eingin breyting frá fyrri ráðherrum, allt það sama, ekkert tekið tillit til sjómanna sem tala um aukna fiskgengd. Það þarf að byrja á því að brjótast inn í Hafró og setja í rannsókn öll þeirra gögn, og fá utanaðkomandi fiskifræðinga til verksins. Eg er mjög sáttur við strandveiðar á smábátum, það var virðingarvert framtak.

Bjarni Kjartansson, 18.4.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband