Leita í fréttum mbl.is

Fyrrverandi forsetar gefa sjómannaforustunni falleinkunn

Tveir fyrrverandi forsetar Farmanna- og fiskimannasambandsins sitja í framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins en framkvæmdastjórnin sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag:

Sjómannaforystan með þá Sævar Gunnarsson formann sjómannasambandsins og  Árna Bjarnason formann Farmanna- og fiskimannasambands í forsvari, hafa sýnt það með yfirlýsingum sínum vegna skötuselsmálsins, að hún er úrelt og komin  gjörsamlega úr takti við sjómenn og fólkið í landinu.

Það sætti mikilli furðu  ef að þessum foringjum tækist að sannfæra sjómenn um að það þjóni hagsmunum sjómanna að viðhalda leigukvótakerfi undir eignahaldi og forystu LÍÚ, þar sem starfandi sjómönnum er gert að greiða okurverð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind Íslendinga til framtíðar.

Ef þessi stefna er orðin sérstök kjarastefna  sjómannaforystunnar, þá má vorkenna sjómannastéttinni undir forystu þeirra.

24. mars, 2010.

Sigurjón Þórðarson, formaður.

Ásta Hafberg, varaformaður.

Grétar Mar Jónsson, ritari.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður fjármálaráðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem fyrrverandi sjómaður verð ég að játa að ég er algerlega sammála ykkur núna.

Birgir Stefáns (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 17:21

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þessir vindhanar hafa aldrei komið neinu máli í gegn fyrir sjómenn, enda sést það á þessum ótrúlegu viðbrögðum þeirra, að vera á móti breytingum á gjörspilltu leigukerfi LÍÚ sem hafa kúað sjómenn í áraraðir  Svo kölluð forusta sjómanna eru úlfar í sauðagæru. Og þeir vita sem er að sjómenn geta aldrei úttalað sig um málið án þess að eiga það á hættu að vera reknir. Þetta eru þeir að notfæra sér. Þessir menn eiga að segja af sér strax. Annar ætti að fara Norður, þaðan sem hann kom, og hinn ætti fyrir löngu að vera farin niður til vina sinna.

Bjarni Kjartansson, 24.3.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er búið að lemja þá til hlýðni.  Útvegsmenn hafa löngum beytt þöglum hótunum til að tryggja sér fylgi í skjóli þrælsóttans

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.3.2010 kl. 18:09

4 identicon

Bísna ógeðslegt,þótt ekki sé meira sagt

júlíus kristjánsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 18:31

5 identicon

Þjóðar ógæfa að sitja uppi með jafn óhæfa einstaklinga sem stýra & stjórna LÍÚ, SA & ASÍ klíkunum - þeir eru ÁVALT í því að verja hagsmuni fjármagnseigenda og beita ítrekað "lygum & blekkingum í sínum málflutningi" - þeir hjá LÍÚ eru HRÆDDIR um að kvótasvikamyllan fái ekki að rúlla áfram óbreytt og fá strax SA & ASÍ með sér í lið gegn ÞJÓÐINNI - segir allt sem segja þarf - fábjánasamfélag þar sem "siðblindir & spiltir viðskipta- & stjórnmálamenn fara á kostum í neikvæðri merkingu þess orðs!"  Þeir sem eru hins vegar "innmúraðir í FL-okkinn & spillinguna - útvalda liðið - þeir kvarta ekki og kaupa Morgunblaðið til að afvegaleiða umræðuna - bannannalýðveldi - í raun má segja að BÓFAflokkurinn hafi náð með "efnahags- & peningastefnu sinni síðustu 20 árin að RÚSTA okkar samfélagi - allt gert í nafni blindrar GRÆÐGI - viðbjóðslegt lið & siðblint - nú er mál að linni - ekki satt Dabbi kóngur & Laddy GaGa????

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 19:26

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góður Sigurjón .kv .

Georg Eiður Arnarson, 28.3.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband