Leita í fréttum mbl.is

Vill Fréttablaðið að þjóðin greiði skuldir óreiðumanna?

Í vandaðri stjórnmálaályktun Frjálslynda flokksins er kjarnyrt umfjöllun um fjölmörg þjóðmál s.s. efnahagsmál, verðtrygginguna, skuldsetningu þjóðarbúsins, mannréttindamál, sjávarútvegsmál, landbúnað, skattamál, lýðræðisumbætur, umbætur í háskólastarfi og dómstóla.

Eina umfjöllun Fréttablaðsins um stjórnmálaályktunina hingað til er um eftirfarandi setningu sem virðist eitthvað fara í taugarnar á ritstjórn blaðsins

Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna.

Stór hluti þjóðarinnar sem hvatti forsetann til þess að vísa málinu til þjóðarinnar og felldi lögin gerði það einmitt á þeim forsendum að vilja ekki greiða skuldir óreiðumanna.

Það er svo við hæfi að velta því fyrir sér hverjir eigi svo Fréttablaðið?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja... svo sannarlega sagði ég ekki nei á þessum forsendum, ég er þess fullviss að einungis lítill hluti kjósenda hafi hafnað lögunum á þessum forsendum.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það væri mikil upplyfting að sjá frjálsa fjölmiðla koma á markað á Íslandi. Í það minnsta væri strax mikill munur að skylda fjölmiðla að birta nöfn 20 stærstu eigenda þeirra. Gagnsæi verður haldlítið á meðan við vitum ekki úr hvað ahorni hundsgáið heyrist.

Haraldur Baldursson, 22.3.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Því þarf allt að vera í felum á Islandi ?

 Geta menn ekki staðið við orð sín eða hvað er aÐ ?

 Góð spurning- hver á hvaða fjölmiðIL   '?

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.3.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband