Leita í fréttum mbl.is

Sögufölsun sagnfræðingsins Björgvins G. Sigurðssonar

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður lagði fram frumvarp þess efnis að landið yrði gert að einu kjördæmi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur að Héðinn Valdimarsson hafi fyrstur lagt það til að landið yrði eitt kjördæmi og síðan hafi ekki verið hreyft við málinu fyrr en að Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra Samfylkingarinnar hefði lagt fram frumvarp sjö áratugum síðar.  

Auðvitað er það ekki rétt hjá Björgvini og nánast sögufölsun þar sem fyrrum formaður Frjálslynda flokksins Sverrir Hermannsson og Pétur Bjarnason þingmaður Frjálslynda flokksins lögðu fram þingmál sama efnis árið 2000. Umræddur Guðmundur Árni Stefánsson tók þá  þátt í umræðu á þingi um mál Sverris en í ræðu Guðmundur Árna Stefánssonar kemur fram að hann hafi verið á móti því að landið yrði gert að einu kjördæmi.  

Það er greinilegt á öllu að málflutningur þingmanna Frjálslynda flokksins hafði þau áhrif á Guðmund Árna að hann hafði sinnaskipti og gerði gott mál að sínu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Krakkaskinnið hann Björgvin er inni á Alþigi til að efla sjálfsvitundina. Enginn má ætlast til þess að hann sé- eða verði marktækur pólitíkus.

Mér sýnist nú að þetta sé þokkalega vel upp alið meinleysisgrey og ljótt að leggja hann í einelti með því að krefjast þess að hann beri einhverja sérstaka ábyrgð á orðum sínum eða pólitískum athöfnum.

Gleymum því ekki að hann var viðskiptaráðherra Íslands í bankahruninu, aðdraganda þess og viðbrögðum!

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 01:43

2 identicon

Þarna er á ferðinni eitt stærsta núll íslenskrar stjórnmálasögu fyrr og síðar og þá sögu tekst kappanum ekki að falsa.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 19:34

3 identicon

Telja fluttningsmenn virkilega að jafrétti fólks fáist aðeins með jöfnum atkvæðisrétti til Alþingis.  Sé það svo þá held ég að þeir þurfi að læra betur. Hverning væri að draga línu t.d. úr Selvogi norður í Hvalfjörð, vestan og sunnan hennar mætti svo hafa eitt kjördæmi en við hin sem erum austan og norðan þeirrar línu mættum svo vera í friði vegna kosninga.

Ætla fluttningsmenn að jafna fluttningskostnað um landið allt. Ætla þeir að sjá um að vöruverð í verslunum verði það sama í dreifbýli og í þéttbýli og svo margt og margt fleirra sem upp mætti telja. Var ekki verið að sína okkur í sjónvarpi í kvöld hverning vegasamband er á sunnan verðum Vestfjörðum í lok fyrsta áratugar tuttugustu og fyrstu aldar.  Telja fluttningsmenn að úr því verði betur bætt þegar áttatíu til níutíu prósent alþingismanna eiga orðið heima á stórhöfuðborgarsvæðinu. 

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 22:08

4 identicon

Alþýðuflokkurinn er búinn að vera með þetta mál á sinni stefnuskráð í marga áratugi.  Mig minnir að Benedikt Gröndal hafi verið mikill talsmaður þessa mál eins og Gylfi Þ. og margir kratar.  Vilmundur G. var mikill talsmaður þessa máls.

Það var nú ráðstjórnin og framsókn sem stóð alltaf í vegi fyrir málinu eins og svo mörgum öðrum jafnréttinsmálum.  

Rúnar (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 00:01

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hamingjuóskir til þín og Frjálslynda flokksins!

Hvað skyldi vera langt síðan ég hvatti þig hérna á síðunni til að taka þetta að þér?

Árni Gunnarsson, 20.3.2010 kl. 21:57

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Árni var það ekki 13.05.2007 ?  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2010 kl. 18:54

7 identicon

Hann hefur logið til um stærri hluti hann Björgvin.

Til hamingju með embættið!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 20:56

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Læt þig um að muna Kolla mín

Árni Gunnarsson, 21.3.2010 kl. 21:10

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Besta kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband