Leita í fréttum mbl.is

Einföld og skemmtileg tillaga á fundi Frjálslynda flokksins

Stefnumótunarvinna Frjálslynda flokksins fyrir komandi landsþing sem haldið verður 19. og 20 mars, er komin á fulla ferð.  Í kvöld var skemmtilegur fundur um stjórnskipan og stjórnsýslu á Sægreifanum þar sem ýmislegt bar á góma s.s. á  nauðsyn skýrleika á milli pólitískra ráðninga og ráðningu annarra embættismanna hjá hinu opinbera.

Ein tillaga á fundinum var á þá leið að  allir sem fara erlendis á kostnað almennings, geri stuttlega grein fyrir því á heimasíðu viðkomandi stofnunar hvert hafi verið farið, tilgangi og árangri ferðar.  Það mætti segja mér að þetta gæti sparað nokkrar evrur og skapaði þar að auki á skilning á nauðsynlegum störfum og ferðalögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gott mál vonandi , nú er bara að ná saman öllum er vilja afgerandi breytingar og kveða fastar að , þynglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá, reglur,viðurlög á þingmenn og aðra þjóna , og EKKERT eigin hagsmunapot eða  einleik , hvað um flokk óháðra og frjálslyndra gegn þessu fjórflokka  svikum áratugum saman ?  hvað um stofnun á nýju ríki fyrir svikna rænda þreitta dapra reiða duglega góða Islendinga einhverstaðar ? (kaus eitt sinn frjálslynda flokkin en hætti því ásamnt mörgum öðrum er þið tóku þátt í eftirlauna svífyrðuni ,þetta áti að vera nýtt hreint afl byggt á skynsemi og manngæsku manneskjan nr 1 2 3 sem margir þá biðu eftir þá og nú )

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ásgeir, ég er sammála þér að það eru málefnin sem eiga að ráða en ekki skjaldarmerkið.

Sigurjón Þórðarson, 22.2.2010 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband