Leita í fréttum mbl.is

Rakarinn í Seðlabankanum

Samfylkingin rak þann billega áróður að allt myndi lagast í efnahagsmálum þjóðarinnar ef bara Davíð yrði rekinn og sótt yrði um aðild að ESB.

Það breyttist hins vegar ekkert við það að Samfylkingin fékk sinn mann í bankann og að Össur skytist með hraði með umsóknina. Það sem helst var sett út á Davíð var að hann væri í pólitík og þess vegna ekki trúverðugur og sömuleiðis hávaxtastefna hans. Már hélt áfram með hina háu vexti Davíðs og kenndi lengi vel AGS um og nú er hann kominn með fram á varirnar flokkspólitískar yfirlýsingar sem eru svo afgerandi að Davíð Oddsson hætti sér aldrei út í þvílíkar sendingar. Ég minnist þess a.m.k. ekki að fyrrverandi seðlabankastjóri hafi með yfirlýsingum reynt að hafa bein áhrif á kosningaúrslit.

Már Guðmundsson gerir því skóna að það sem valdi gífurlegri óvissu sé óleyst Icesave-deila, að hana þurfi að leysa í sátt við umheiminn og þess vegna sé efnahagslífið í óvissu. Ég er sannfærður um að ef við förum í þá vegferð að ætla að halda áfram að rétta fjárglæframönnunum sem hafa staðið í blekkingum og svikum, ekki bara gagnvart íslenskum almenningi heldur fólki víða um heim, öll fyrirtæki og gefa þeim sérstaka afslætti og fyrirgreiðslu eftir að allt hefur hrunið yfir hausinn á þjóðinni sé það miklu fremur fallið til þess að valda okkur fáheyrðum álitshnekki. Það öðru fremur gerir okkur ómarktæk.

Öll upplýsingagjöf frá Seðlabankanum er í skötulíki. Bankinn greinir ekki lengur skilmerkilega frá því hverjar erlendar skuldir þjóðarinnar eru. Það ætti að vera lítið mál fyrir bankann að taka saman skuldir opinberra fyrirtækja, sem sagt ríkis og sveitarfélaga, sem eru lykilupplýsingar til þess að meta hvort þjóðfélagið ræður við núverandi skuldabagga. Samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS er mjög langt í land með að til verði erlendur gjaldeyrir í landinu til að standa undir vaxtagreiðslum af erlendum lánum.

Seðlabankastjóri virðist leggja miklu meiri áherslu á rakstur og snyrtingu tveggja þjóðkunnra herramanna sem hafa orðið fyrir barðinu á hávaxtastefnu Davíðs og Más en að gefa þjóðinni sannar upplýsingar um stöðu efnahagsmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Einhvern veginn fannst mér þeir hálf umkomulausir, þessir fulltrúar þjóðarinnar, þegar þeir stóðu þarna fyrir utan Seðlabankann og horðu hvor á annan, rúnir inn að skinni, eftir að Seðlabankastjóri var búinn að fara höndum um þá.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.1.2010 kl. 02:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mun seðlabankastjóri leggja fyrir sig kantskurð fyrir ráðherra Samfylkingarinnar?

Sigurður Þórðarson, 29.1.2010 kl. 02:13

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mig undrara að viðskiptablaðamenn skuli ekki óska eftir að seðlabankastjóri leggi á borðið lykil upplýsingar um stöðu efnahagsmála.  Í stað þess má sjá að einn þeirra Friðrik Indriðason hjá 365, eyða sínu púðri í skamma Ögmund án nokkurs rökstuðnings fyrir það eitt að óska eftir því að seðlabankastjórinn rökstyðji vafasamar fullyrðingar sínar um Icesave.

Mér sýnist sem það þurfi að fá Gunna leikstjóra í Seðlabankann til þess að kreista út upplýsingar frá Seðlabankastjóra Samfylkingarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 29.1.2010 kl. 10:22

4 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég skil nú ekki af hverju menn hafa búist við einhverju af Má Guðmundssyni.

Hann kemur frá BIS bankanum sem er banki bankanna og sá aðili sem kom kreppunni af stað með snöggri hækkun bindiskyldu, sem yfir spenntir bankar gátu ekki þolað.

Már er svo innmúraður og trúaður bankamaður að hann mun ætíð láta hagsmuni bankaheimsins koma á undan hagsmunum Íslands.

Sigurjón Jónsson, 29.1.2010 kl. 10:32

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Manni finnst einkennilegt að Seðlabankastjórinn leggi alla áherslu á að gangast við Svavarssamningunum og skuldsetja landið enn frekar á sama tíma og hann treystir sér ekki til að birta fullnægjandi upplýsingar um skuldastöðu landsins og þá sértaklega ríkis og sveitarfélaga.  

Sigurjón Þórðarson, 29.1.2010 kl. 10:52

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrst seðlabankastjóri þurfti endilega að agnúast útí okkur sem viljum fella þennan nauðungarsamning og spá landslíð hörmungum að hætti Steingríms, þá hefði hann mátt til jafnvægis lýsa því sem gerðist ef hann yrði samþiktur.  En það það myndi Steingrímur aldrei gefa heimild til. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.1.2010 kl. 12:32

7 identicon

Við erum með mjög góðan Seðlabankastjóra núna sem hefur við á peningamálum og alþjóðlegum viðskiptum, annað en Davíð. Már hefur staðið sig virkilega vel og verið mjög faglegur í öllu sem hann gerir, annað en Davíð. Már lætur pólitík sig ekki skipta máli, hann veit bara að ef við afgreiðum ekki IceSave fljótlega mun það auka á óvissuna. Eru þið kannski að segja mér að afgreiðsla IceSave hafi ekki valdið óvissu hér á landi? Að halda öðru fram er heimska.

Már sagði okkur ekki að greiða IceSave, heldur að tafir á afgreiðslu valdi óvissu, sem er alveg rétt hjá honum. Þegar það ríkir óvissa þá vill enginn lána okkur, það er bara common sence.

Skuld sem fyrrverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddson, stofnaði til vegna óvarkárra lánveitinga til gömlu bankanna er miklu stærri biti fyrir okkur að kyngja en IceSave. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:30

8 identicon

Við erum ekki í verri málum þó við samþykjum IceSave, IceSave er peenuts við hliðin á öðrum skuldbindingum sem við þurfum að standa skil á. Sjálfstæðismenn hafa notað IceSave til að slá ryki í augun á okkur hinum til draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem þeir gerðu sem leiddu síðar til algjörs hruns.

Þið hafið fallið í gryfju sjálfstæðismanna og eruð að hjálpa þeim að hvítþvo sig af hruninu. TIL HAMINGJU!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:33

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr Bjöggi

Óskar Þorkelsson, 29.1.2010 kl. 17:27

10 identicon

Góð grein Sigurjón...

Ólafur (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 22:35

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Bjöggi, það má vera að Már sé góð sál  og hafi einhver próf sem Davíð hefur ekki en eftir stendur að upplýsingagjöf Seðlabankans um lykilatriði í þjóðarbúskapnum er algerlega óviðunandi. 

Hvernig stendur á því að "faglegur" seðlabankastjóri  vill ólmur bæta mörghundruð milljarða skuldum einkafyrirtækis á þjóðina þegar hann getur ekki grein fyrir því hverjar erlendar skuldir hins opinbera eru?

Sigurjón Þórðarson, 30.1.2010 kl. 13:04

12 identicon

Sigurjón, þú hefur ákveðið að misskilja, líklega til að koma höggi á núverandi seðlabakastjóra. Þú verður að skilja að Már vill ekki bæta mörghundruð milljarða skuld einkafyrirtækis á þjóðina. Hann benti bara á að þegar það væri ekki búið að afgreiða þetta mál myndi skapast óvissa, þá vill engin fjárfesta á íslandi eða lána okkur. Er það rangt hjá honum.

Þessari óvissu sem Már var að tala um getur líka verið eitt ef við ákveðum að borga ekki og alþjóðasamfélagið er tilbúið að samþykja það.  Sem er reyndar mjög ólíklegt, þar sem að stórveldunum þykir ekkert mál að milljónir svelti bara svo þeir fái peningana sína. 

Upplýsingagjöfin hefur kannski ekki verið góð en hún hefur stórbatnað í tíð Márs. Þú verður líka að átta þig á að hlutirnir hafa breyst dag frá degi síðan í hruninu, hlutir sem geta haft stór áhrif á skuldarstöðu þjóðarbúsins. Reyndar finnst mér ótrúlegt hvað Már og aðrir starfsmenn seðlabankanns hafa staðið sig vel í upplýsingagjöf, það hefur orðið stórt stökk fram á við í þeim málum í tíð Márs frá því sem áður var.

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 15:19

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Bjöggi, nefnir hér að upplýsingagjöfin hafi stórbatnað en segir ekki hvaða hátt.  Það vill svo til að ég hef fylgst um árabil með upplýsingum sem Seðlabankinn hefur látið frá sér fara m.a. um skuldastöðu þjóðarbúsins en upplýsingagjöfin á excelskjölum á heimasíðu bankans hefur langt frá því að batnað eða orðið aðgengilegri.

Ég ítreka það að seðlabankastjóri sem ekki getur greint frá hverjar opinberar skuldir þjóðarinnar eru á sama tíma og hann grefur undan málstað Íslands um að gangast undir allar kröfur Breta sem beittu hryðjuverkalögum, er ekki mjög trúverðugur og ætti að lít í eigin barm.

Sigurjón Þórðarson, 30.1.2010 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband