Leita í fréttum mbl.is

Vg styrkir auðvaldið

Það er mjög áhugaverð grein eftir Þórarin Hjartarson í Morgunblaði dagsins um svikasögu Vg. Stálsmiðurinn frá Akureyri rekur í greininni hvernig Vg hefur gagnast erlendum lánardrottnum í hörðum innheimtuaðgerðum gagnvart íslenskri alþýðu og tvinnar það saman við hvernig Obama hefur brugðist friðarsinnum með auknum hernaði í Asíu.

Ég ætla að leyfa mér að grípa niður í grein Þórarins:

Úr ráðherrastóli breytti Steingrímur J. málflutningi sínum undurhratt, gagnvart AGS, í niðurskurðarmálum, Icesave, ESB umsókn m.m. Með mælsku sinni náði hann að leggja stefnu íslenska auðvaldsins og AGS fram sem stefnu félagslegra gilda.

og seinna í greininni segir:

Voldug ESB-ríki þröngva ólögmætum skuldbindingum upp á Ísland, beita fyrir sig AGS, en stjórnvöld mæta árásunum ýmist á hnjánum eða liggjandi. Við bjuggumst ekki við miklum landvörnum af hálfu ESB-óðrar Samfylkingar, en aumingjaskapur VG í málinu olli mörgum vonbrigðum. En ég bendi á að VG sveigir sig einnig hér að ríkjandi efnahagsstefnu íslensks auðvalds. Með ríkisstjórnum til hægri og vinstri hefur sú stefna allt frá 8. áratugnum verið mjög eindregin aðlögun að hnattrænu markaðs- og fjármálakerfi. Þess vegna eru íslenskt hagkerfi og stjórnmál mjög berskjölduð gagnvart þrýstingi frá „alþjóðakerfinu“, og ESB-hluta þess sérstaklega.

Það er greinilegt að Icesave-mál Steingríms geta orðið Vg mjög dýrkeypt, þ.e. ef flokkurinn snýr ekki strax algerlega við blaðinu. Það gæti eflaust snúist fyrir mörgum liðsmanni Vg að skipta um gír og berjast skyndilega fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Ég er þó viss um að Steingrím munar ekki um að taka enn einn viðsnúninginn enda hefur hann tekið þá marga á síðustu mánuðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þessi annars mjög svo staðfasti og hugumstóri maður hefur snúist eins og skopparakringla síðan hann komst til valda. Mér þykir þessir snúningar hans verðugt rannsóknarefni framtíðar stjórnmálafræðinga og jafnvel annara fræðigreina. Nema skýringarnar eigi sér mun alvarlegri skýringar s.s. hótana um hafnbann, algera efnahagslega einangrun eða innrás og hernám sem hann er sannfærður um að verði af.

Kveðja úr eyjafirði.

Arinbjörn Kúld, 19.1.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vel orðað hjá félaga Arinbirni: "...Steingrímur hefur snúist eins og skopparakringla síðan hann komst til valda....!"  Trúverðugleiki hans er horfinn og ímynd hans í svaðinu, enda ekki boðlegt að horfa upp á Steingrím í hlutverki Ragnars Reykás í hverju málinu af fætur öðru...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 20.1.2010 kl. 00:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steingrímur hefur tryggt það að vinstri stjórn kemst ekki að völdum næstu 20 árin. Þeir í Valhöll ættu raunar að reisa honum bautastein fyrir hjálpina.  Ég hef engan hitt enn, sem ekki hefur mínus núll traust á honum. Þar með taldir Vinstri grænir. Sumir eru jafnvel svo fullir hatri að ég held að hann hljoti að þurfa að fá sér lífvörð á næstunni.

Þetta atti honum í raun að vera ljóst eftir grínsamkomuna á Akureyri, en það er augljóst að hann getur ekki tekið hinti frekar en Jóka.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband