Leita í fréttum mbl.is

Utanþingsstjórn og Gylfi Magnússon

Ýmsir málsmetandi menn hafa talið vænlegt að skipa utanþingsstjórn til að losna úr viðjum  samsúrsaðra hagsmunatengsla fjórflokksins, hagsmunasamtaka og fjárglæframannanna.

Ef litið er til starfa þess ráðherra sem kemur utan þings og stjórnsýslu og bundnar voru miklar vonir við, þ.e. Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, sem fór mikinn á Austurvelli í fyrra fara að renna á mann tvær grímur um hvort vert sé að fjölga utanþingsráðherrum.

Gylfi hefur ítrekað gefið þjóðinni mjög villandi upplýsingar um skuldastöðu þjóðarinnar, það er ekki nóg með að kúlulánið hafi haldið áfram að stjórna bönkunum heldur hefur hann ráðið kúlulánaprinsessu til að taka að sér forstjórastarf í Bankasýslu ríkisins. Gylfi toppaði með því að segja nánast við þjóðkjörinn þingmann að honum kæmist varla við hver skuldastaða útgerðarinnar væri og hvernig unnið væri með skuldir hennar í bönkunum. 

Það er átakanlegt að Gylfi skuli hafa tekið afstöðu með sérhagsmunahóp sem stendur í því að hóta þjóðinni ef hann fær ekki að halda áfram með kerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.

Kannski er maður að dæma Gylfa og mögulega utanþingsstjórn of hart, kannski situr hann bara í ríkisstjórn fyrir náð og miskunn Icesave-ráðherrans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það á að reyna þjóðstjórn þarftu erlenda aðila í hana !

Það er ekki til heiðarlegur stjórnmálamaður á Íslandi, og hefur ef til vill aldrei verið !

Þið í Frjálslyndaflokknum þekkið þetta vel, og það er ekki betra í öðrum flokkum !

JR (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er ekkert skrítið, því hans fyrsta verk var að ráða greiningardeild gamla Landsbankans til að hafa í kjöltu sér í ráðuneytinu eða öfugt.

Því miður reyndist hann sigla undir fölsku flaggi og því miður reyndist hann líka vera siðblindur. Það er bitamunur en ekki fjár á honum og

Yngva Erni Kristinssyni Félagsmálaráðherra. 

Einar Guðjónsson, 15.1.2010 kl. 00:34

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er sammála JR, það á ekki að láta nægja að skipa hefðbundna utanþingstjórn, heldur utanlandstjórn skipaða fólki sem ekki bera nein einkenni af þeim sjúklegheitum sem hér ríkir.

Atli Hermannsson., 15.1.2010 kl. 00:41

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Verður þá ekki að snúa sér til Joly og Alla til að vinda ofan af þessu?

Sigurjón Þórðarson, 15.1.2010 kl. 00:49

5 Smámynd: Árni Davíðsson

Utanríkisstjórn?

Strákar, langar ykkur ekki bara í EB! Þeir eru utanríkis og ekki bundnir af spillingunni á Íslandi! Eða eru þið svag fyrir Dönum?

Er þessi spillingsumræða ykkar ekki komin út í öfgar núna?

Árni Davíðsson, 15.1.2010 kl. 11:43

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei Árni þessi umræða er langt frá því að vera komin út í öfgar en það væri gott að fá einhverja punkta frá þér hvar þú telur að farið hafi veirð út af sporinu.

Sigurjón Þórðarson, 15.1.2010 kl. 12:05

7 Smámynd: Árni Davíðsson

Mér finnst almennt séð of mikið um það að menn telji alla spillta og allt sem gert er bera keim af spillingu. Spilling er auðvitað til á Íslandi eins og dæmin sanna allt of vel í stjórnkerfi ríkis, sveitarfélaga og viðskiptalífinu. Það er gott ef menn setja fram málefnalega gagnrýni. Við þurfum að búa þjóðfélagið þannig úr garði að tækifæri til spillingar verði færri og að þjóðfélagið verði opnara og að betri umræða eigi sér stað.

Utanlandsstjórn finnst mér nú samt létt gaga. Þá ættu menn bara að stíga skrefið til fulls og óska eftir inngöngu í Noreg eða Danmörku.

Árni Davíðsson, 15.1.2010 kl. 13:32

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vænisýki og tortyggni í garð stjórnvalda var að eyðileggja íslenskt samfélag fyrstu mánuði eftir hrun. Ekki fæ ég betur séð en að ar hafi margt verið á rökum reist og grunar að fleira eigi eftir að koma í ljós sem styður það.

Þjóðin bjóst við nýrri og hreinni ásýnd stjórnsýsluaðgerða og margir trúðu því í einlægni. Fæst okkar virtust átta sig á því að nýja ríkisstjórnin naut forystu helmings hrunstjórnarinnar.

Þegar ríkisstjórn gengur til verks með fötlun á borð við það að miða allar framtíðarákvarðanir við líkur á inngöngu í rikjabandalag og telur í tengslum við það að þar sé fullveldi þjóðarinnar fyrsta og eðlilegasta gjald þá leyfi ég mér að benda á spillingu.

Árni Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband