Leita í fréttum mbl.is

Varaformaður ESB samninganefndarinnar ósátt við ákvörðun Ólafs Ragnars

Björg Thorarensen, virðist gjarnan grípa til þess að segja að ákvarðanir séu ekki nægjanlega skýrar þegar hún er eitthvað ósátt við þær. Það skein í gegnum fréttir frá málþingi um málskotsrétt forseta Íslands að Björg er mjög ósátt við þá ákvörðun forsetans að vísa  Icesave-máli Samfylkingarinnar til þjóðarinnar. Á málþinginu  sagði hún 26 grein stjórnarskrárinnar vera óskýra, ófullkomna og illa útfærða.

Þetta er nákvæmlega sami málflutningur og Björg greip til þegar hún var ósátt við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, á dómi sem eiginmaður Bjargar Thorarensen felldi í máli þeirra Armar Snævars Sveinssonar og Erlings Sveins Haraldsonar þegar þeir voru dæmdir fyrir brot á illræmdum kvótalögum.

Íslenska ríkið hefur ekki enn séð sóma sinn í því að fara að áliti Mannréttindanefndar SÞ og hef ég ekki heyrt betur en að Björg Thorarensen sé nokkuð sátt við að mannréttindabrot stjórnvalda sé haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já þjóðin má bara borga.  Það er hálf óhuggulegt að Samfylkingin barði VG u ítil hlýðnar um að þjóðaratkvæðagreiðslan um inngöngu í EB verður ekki bindandi heldur ráð gefandi.

 Þá verður gott að eiga forseta að sem lætur ekki varaformann samninganefndarinnar við ESB stjórna sér.

Sigurður Þórðarson, 13.1.2010 kl. 22:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með ykkur bræðrunum!

Jón Valur Jensson, 14.1.2010 kl. 00:05

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þó ég sé fylgjandi aflamarkskerfi við stjórn fiskveiða er það skömm að ekki hefur enn verið brugðist við áliti Mannréttindanefndar SÞ.

Tel vel mögulegt að bregðast við því án þess að kollvarpa aflamarkshugsuninni, t.d. með því að skylda menn til að setja ákveðinn hluta af kvótanum á markað á hverju ári. Hættan við fyrninguna er nefnilega sú að þá hefst á ný einkavinavæðing við endurúthlutun. Byggðakvótinn ætti að vera næg sönnun þess.

Mikil er skömm íhaldsins að hafa staðið í vegi fyrir stjórnarskrárbindingu sameignar þjóðarinnar á auðlindum sínum.

Vil, áður en gusurnar skvettast yfir mig, árétta að í ljósi þessa álits, er hafin vinna innan Framsóknar á heildarendurskoðun sjávarútvegsstefnu flokksins. Get auðvitað ekki sagt til um hvað út úr því kemur, en ég hef fulla trú á því fólki sem valist hefur til starfa í þeirri nefnd. Það er síður en svo einsleitur jáhópur.

Gestur Guðjónsson, 14.1.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er gott að vita til þess að Framsóknarmenn séu að endurskoða sjávarútvegsstefnu sína.  Við endurskoðunina væri gagnlegt að fara yfir algert árangursleysi aflamarkskerfisins en árlegur þorskafli var að meðaltali á árunum 1918 til ársins 1950, 300 þúsund tonn en þess ber að geta að takmarkaðar veiðar voru á stríðsárunum. Þorskaflinn á árunum 1950 til ársins 1970 var enn meiri eða vel á fimmta hundraðþúsund tonn.

Eftir áralanga stjórnun með aflakvótum og svo kallaðri uppbyggingu þorskstofnsins þá er leyfilegur þorskafli 150 þúsund tonn í ár.  Þessar staðreyndir ættu að verða til þess að endurskoða stjórnunina ofan í grunninn. 

Sigurjón Þórðarson, 14.1.2010 kl. 10:27

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála!

Jón Valur Jensson, 14.1.2010 kl. 20:25

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á útvarpi Sögu upplýsti Eiríkur Stefánsson að nýlega hefði ríkið yfirtekið útgerðarfyrirtæki vegna skulda og að sjálfsögðu selt kvótann.

Það er óskaplega auðvelt að samþykkja á landsfundum framsæknar og byltingarkenndar kerfisbreytingar. Einkum þegar ekki eru gerðar kröfur um efndir frá óbreyttum flokksmönnum.

Miklu heldur hefði ég nú viljað fylgjast með Eiríki rabba við Friðrik J. í Kastljósinu en Ólínu en hún stóð sig þó bara furðulega vel á móti Þessum bolabít LÍÚ.

Árni Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband