Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að taka á fjárglæframönnunum

Það er vaxandi skilningur á málstað og stöðu Íslands eftir að forsetinn hefur flutt mál sitt óhikað og af festu. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin hefur haldið svo illa á málum er sú að margir innanbúðarmenn tengjast málum með beinum hætti, blekkingarleik stjórnvalda á fyrri stigum þar sem verið er að breiða yfir stöðuna, og svo að margir áhrifamenn í stjórnmálum hafa verið á fóðrum hjá fjárglæframönnunum.

Við þurfum að fara yfir veikleikana í okkar stöðu sem eru augljóslega að ef umheimurinn á að sýna okkur skilning verðum við að taka á fjárglæframönnunum sem hafa komið þjóðinni í koll, hvort sem það eru Björgólfur Thor með Icesave, Illugi Gunnarsson með Sjóð 9, þeir sem fóru með tryggingasjóð Sjóvár og Milestone svo einhver dæmi séu nefnd.

Það gengur ekki heldur upp að Samfylkingin ætli að halda áfram að skipa í áhrifastöður innan bankakerfisins fólk sem hefur óhreint mjög í pokahorninu, s.s. nýr forstjóri Bankasýslunnar og nýr stjórnarformaður Íslandsbanka

Ég hef aldrei verið talsmaður harðra refsinga en það gengur ekki að ætlast til þess að okkur verði sýndur einhver skilningur ef hér er ekki augljóst réttarríki.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Tek undir hvert orð.

kv.

ThoR-E, 8.1.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ég tek HEILSHUGAR undir hvert orð......!  Alþingi verður að bera gæfa til að setja "aftur virk lög" sem opna fyrir að hægt sé að taka af þessum óreiðumönnum fyrirtækin þeirra & flest allar eigur upp í hluta af þeim SKAÐA sem þeir hafa valdið hérlendis & erlendis.  Einnig á að banna þessum aðilum (30-100) að koma að viðskiptum það sem eftir er ævinnar á Norðurlöndum.  Þeir geta þá valið að fara til UK (Toxit Jón & Hannes), til USA (Landsbankaliðið) eða til Nígeríu (allir hinir).  Þeim yrði vel tekið á öllum þessum stöðum, kannski nígeríubúar geti lært eitthvað af íslensku svikamyllunum, tala nú ekki um ef DeCode dæmið fer þangað...lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.1.2010 kl. 20:03

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þörf áminning Sigurjón

Helga Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta eru góð orð, en ekki í tíma töluð. Þetta hefði átt að gera STRAX, frysta allar eigur þessara manna, hús, sumarbústaði, jarðir, einkaþotur, þyrlur, bíla, alla reikninga, hlutabréf og bara allt klabbið. Ætli við ættum ekki fyrir s.s. helmingnum af ICESAVE núna ef þetta hefði verið gert að röggsemi og gert strax. En núna eru pappírstætararnir búnir að vera í gangi 24/7 í rúmt ár og menn fara með heilu ferðatöskufarmanna af seðlum úr landi nokkrum sinnum í viku. Og það þarf að kanna og rannsaka ALLA króka og kima þessara ómennsku sem þarna fór fram, niður allan skallann í embættismannakerfinu á Íslandi.

Ef þessi ríkisstjórn vill ekki endanlega FALLA hjá þjóðinni, þá er þetta næsta mál á dagskrá.

Dexter Morgan, 9.1.2010 kl. 01:35

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jakob Þór - ég er viss um að það þurfi ekki að breyta lögum til þess að ná utan um efnahagsbrotin heldur að beita núverandi heimildum af röggsemi. 

Ef að einhver Jón Jónsson myndi t.d. láta nokkra milljarða renna út úr gjaldþrota fyrirtæki inn á reikning nákomins ættingja þá væri viðkomandi strax ákærður fyrir fjárdrátt.    Kerfið hefur látið átölulaust að eigeni Milstone hafi látið nokkrar þúsundir milljóna renna inn á reikning systur sinnar án þess að nokkur skýring væri að finna í bókhaldi.  Skiptastjóri ákvað að líta á að um væri að ræða lán og gerði þar með lítið úr augljóslegum fjárdrætti.

Dexter, til þess að eitthvað gerist þá þarf viskilega að veita stjórnvöldum aðhald en þau hafa sýnt það því miður að þau leggja vart í vegferð rétttlætis. Stjórnvöld skynja ekki það sem þú segir í lokin að þau munum örugglega falla ef ekki verður tekið á málum.

Sigurjón Þórðarson, 9.1.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband