Leita í fréttum mbl.is

Rangfćrslur Kristins H. Gunnarssonar

Ţađ virđist vera sem ađ Kristinn H Gunnarsson hafi vaknađ eitthvađ illa í morgun og ruglast í ríminu ef marka má viđtal hans viđ fréttamann RÚV í hádegisfréttum í dag.

Í gćr samţykkti ţingflokkur Frjálslynda flokksins ályktun um komu flóttamanna til Akraness en í niđurlagi samţykktarinnar var tekiđ undir međ F-listanum á Akranesi um ađ stjórnvöld hefđu átt ađ standa betur ađ málinu en gert var.  Ţađ studdu allir ţingmenn Frjálslynda flokksins ályktunina nema einn og sá heitir Kristinn H Gunnarsson.

Á fundi miđstjórnar var síđan samţykkt afdráttarlaus ályktun sem ég lagđi fram ţar sem ítrekađur var stuđningsályktun ţingflokks viđ Magnúsi Ţór og F-listann á Akranesi.  Ţađ voru einungis 3 af 18 sem greiddu atkvćđi gegn tillögunni og hef ég vissu fyrir ţví ađ allir ţingmenn flokksins hafi stutt tillöguna nema einn og sá heitir einmitt Kristinn H. Gunnarsson.

Ţađ er mér algerlega óskiljanlegt hvernig Kristni H. Gunnarssyni geti dottiđ í hug ađ túlka atburđi gćrdagsins međ ţeim hćtti ađ ţađ sé uppi ágreiningur á milli miđstjórnar og ţingflokks Frjálslynda flokksins.  Í áđurnefndum fréttatíma RÚV lćtur hann líta út fyrir ađ miđstjórn flokksins sé ekki ađ virđa samţykkt ţingflokksins og fer ţess á leit ađ hún sé virt en ţađ er einmitt ályktunin sem hann treysti sér ekki til ađ styđja sjálfur!

Miklu nćr vćri ađ halda ţví fram ađ Kristinn ynni markvist ađ ţví ađ kljúfa sig frá ţingflokki og miđstjórn Frjálslynda flokksins, sérstaklega í ljósi ţess ađ í sömu mund og miđstjórnarfundurinn hófst í gćr setti hann út grein á heimasíđu sína sem má túlka sem árás á afstöđu formanns og varaformann Frjálslynda flokksins í málinu.

 


Bloggfćrslur 24. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband